Birnir og Bríet gefa saman út nýja plötu

Hlustendur mega búast við ferskari tónlist í sumar frá Birni …
Hlustendur mega búast við ferskari tónlist í sumar frá Birni og Bríeti. Samsett mynd

Tónlistarfólkið Bríet Íris Elfar og Birnir Sigurðarson tilkynntu útgáfu nýrrar plötu sem er væntanleg 31. maí næstkomandi. Platan heitir 1000 orð en Bríet og Birnir hafa þegar deilt hljóðbrotum úr lagi númer tvö á plötunni Lifa af og lagi númer átta sem heitir Gröf.

Bríet og Birnir hafa átt í nógu að snúast en Bríet kom fram á dögunum í Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum. Hún hefur verið mjög virk í að smíða nýja tónlist en aðeins er liðið hálft ár síðan hún gaf út lagið Bang Bang (Live at the Lighthouse).

Birnir Sigurðarson og Bríet Íris Elfar.
Birnir Sigurðarson og Bríet Íris Elfar. Skjáskot/Instagram

Birnir og kærasta hans Vaka Njálsdóttir eru að fóta sig í foreldrahlutverkinu í fyrsta skipti með dóttur sinni Gróu Birnisdóttur. Þrátt fyrir að vera nýbakaður faðir fer tónlistin sjaldan langt undan hjá Birni en síðast gaf han út smellinn Bakka ekki út með Aroni Can fyrir ári síðan.

View this post on Instagram

A post shared by BRÍET (@brietelfar)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant