Tók sér árs hlé frá karlmönnum

Kate Hudson þurfti að taka hlé frá karlmönnum í eitt …
Kate Hudson þurfti að taka hlé frá karlmönnum í eitt ár til þess að vinna í sér. AFP

Kate Hudson segir það hafa verið mikilvægt fyrir sig að taka sér pásu frá karlmönnum í eitt ár á meðan hún var að vinna í sér. Sálfræðingurinn hennar mælti með því.

„Ég tók árs pásu,“ segir Hudson í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy. Hudson er 45 ára en var á fertugsaldri þegar hún tók þetta skref. 

„Ég átti erfitt með þetta en þetta reyndist frábært. Ég var á þeim stað að ég vildi ekki alltaf vera að endurtaka sömu mistökin í samskiptum. Ég var með sálfræðing sem sagðist geta hjálpað mér en ég þyrfti raunverulega að leggja vinnu í þetta sjálf.“

Hudson segist hafa átt nokkuð erfitt með átakið þar sem hún elskar að daðra við karlmenn. En hún hætti að gefa þeim símanúmerið sitt og hætti öllum textasendingum.

„Þetta var undarlega valdeflandi en varð að lokum óþægilegt og hafði áhrif á orkuna mína.“

„Við vorum að vinna okkur í gegnum ýmsar meðferðir og þetta snerist allt um að komast að þeim hlutum sem voru í gangi hjá mér. Loks komst ég yfir ákveðna hindrun sem var mjög tilfinningarík stund. Ég held að það hefði ekki tekist ef ég hefði verið með hugann við karlmenn.“

Hudson fór að sjá hlutina í réttu ljósi og innan sex mánaða þá hætti hún að hafa áhyggjur af símanum sínum eða með hverjum hún væri. „Ég var ekki að hugsa um einhverja sénsa eða daður. Eftir ár þá leyfði sálfræðingurinn mér að byrja aftur að daðra. Þá var ég ekki eins tilfinningalega háð því að daðra.“

Hudson vill meina að þetta hlé hafi leitt hana að sambandi sínu í dag við Danny Fujikawa sem þykir farsælt.

Danny Fujikawa og Kate Hudson virtust ástfanginn á rauða dreglinum.
Danny Fujikawa og Kate Hudson virtust ástfanginn á rauða dreglinum. mbl.is/AFP
Kate Hudson var að gefa út plötu.
Kate Hudson var að gefa út plötu. SCOTT DUDELSON
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að lesa smáa letrið í öllum þeim skjölum sem fyrir þig eru lögð til undirritunar. Einbeittu þér að eigin málum og láttu aðra eiga sig um hríð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Steindór Ívarsson
3
Lotta Luxenburg
4
Lucinda Riley og Lucinda Riely
5
Sofie Sarenbrant