Tónlistin bjargar geðheilsunni

Sjana semur alla sína tónlist í samstarfi við bróður sinn, …
Sjana semur alla sína tónlist í samstarfi við bróður sinn, Alex. Mynd: úr safni Sjönu

Sjana Rut Jóhannsdóttir er einn þátttakanda í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland, sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Hún er líka afkastamikill lagahöfundur þrátt fyrir að vera ekki eldri en 17 ára gömul og hefur verið að semja eigin tónlist síðan hún var 11 ára. Megnið af tónlist hennar semur hún í samstarfi við bróður sinn, Alex Má Jóhannsson sem er tveimur árum eldri en hún.

„Öllum lögunum sem ég hef gefið út hefur hann komið að, ég eða hann semur lagið og svo útsetjum við allt saman. Við erum með ólíka stíla svo útkoman er oft skemmtileg, Ég er svo mikið fyrir einfalt og fallegt, hann er allur í rosalega flóknu og mikið að gerast í lögunum, það má segja að hann flæki mig og ég afflæki hann.“

Alex samdi lagið Never Back Down og Sjana textann, sem fjallar um kvíða og þunglyndi og að gefast ekki upp.

Hluti af bataferli að fara út fyrir þægindarammann

Systkinin eru mjög góðir vinir og það er lítið um árekstra, Sjana segir helstu erfiðleikana samstarfsins hafa verið í upphafi. „Bróðir minn glímdi við mikið þunglyndi og var ekki hrifinn af því að koma fram og spila, ég þurfti að hafa fyrir því að draga hann út úr þægindarammanum. Eins með mig, ég hef dílað við ofsakvíða síðan ég var 9 ára. Tónlistin hefur hjálpað mér mikið að takast á við sviðsskrekk og kvíðann yfir höfuð, hún bjargar geðheilsunni.“

Sjana tók sér hlé frá námi í hönnun í Tækniskóla Reykjavíkur til að vinna í andlegu hliðinni og tónlistinni í leiðinni. „Hluti af bataferlinu er að fara út fyrir þægindarammann, gefast ekki upp en halda áfram og bugast ekki.“

Mjög hreinskilin í textaskrifum

Sjana er með mikið af frumsömdu efni á síðu sinni á efnisveitunni Youtube. „Ég byrjaði á því að semja ljóð þegar ég var yngri, svo komu lögin. Síðan fór ég að semja lög við ljóðin. Ég hef alltaf verið mjög hreinskilin í textaskrifunum og textarnir eru mjög persónulegir."

Nýjasta lag Sjönu heitir Cold og rataði á netið nú í vikunni. „Ég samdi lagið nýlega og það er svolítið persónulegt, líklega eitt það viðkvæmasta sem ég hef tjáð mig um í lagi. Það fjallar um manneskju sem særði mig mjög djúpt, ég hef aldrei verið særð svona áður. Mér fannst manneskjan köld gagnvart mér og þessu öllu, þannig kom lagið og textinn til.“

Allt sem viðkemur list æðislegt

Sjana verður með málverkasýningu í Café Meskí sunnudaginn 4. desember.
Sjana verður með málverkasýningu í Café Meskí sunnudaginn 4. desember. Mynd: Sjana Rut Jóhannsdóttir

Sjana er ekki síður áhugasöm um að mála eins og sjá má. „Mér finnst æðislegt að semja tónlist og allt sem viðkemur list, ég er líka að mála. Ég er ekkert lærð, þetta er bara eitthvað sem kemur fram í mér.“

Hún verður með sýningu ásamt Auði Andreu Ingibjargardóttur í Café Meskí í Fákafeni sem verður opnuð 4. desember og stendur til 8. janúar. Við opnun sýningarinnar sunnudaginn 4. desember munu þau systkini stíga á stokk og flytja nokkur vel valin lög.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson