Bangsi Mr. Bean á uppboði

Tuskubangsi Mr. Bean.
Tuskubangsi Mr. Bean.

Einn þekktasti tuskubangsi Bretlands seldist á uppboði í síðustu viku. Um er að ræða bangsann sem hinn óviðjafnanlegi Mr. Bean rökræddi við í samnefndum þáttum.

Bangsinn tilheyrði Bangsasafninu fyrir söluna, en menn neyddust til að loka því.

Rowan Atkinson gaf safninu bangsann fyrir nokkrum árum. Bangsinn seldist fyrir 180 pund eða tæpar 29.000 íslenskar krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina