Börn eignast nýja ofurhetju - Obama

Barack Obama er nýjasta ofurhetja bandarískra barna
Barack Obama er nýjasta ofurhetja bandarískra barna Reuters

Bandarísk börn hafa snúið baki við Bangsimon og Harry Potter því þau hafa eignast nýja ofurhetju, Barack Obama, forseta Bandaríkjanna. Er svo komið að út hafa komið um þrjátíu barnabækur sem fjalla um forsetann og ævi hans. Aldrei áður hefur forseti Bandaríkjanna vakið jafn mikinn áhuga meðal yngstu kynslóðarinnar í Bandaríkjunum líkt og Obama.

Meðal titla eru: Mama Voted for Obama, Barack Obama: Change Has Come og Hopes and Dreams: The Story of Barack Obama.

Það er ekkert nýtt að ritaðar eru barnabækur um forseta Bandaríkjanna eða sögufrægar persónur enda eru til hundruð bóka um George Washington, Abraham Lincoln og Martin Luther King. Hins vegar, ólíkt öðrum, þá var stór hluti barnabókanna sem þegar hafa komið út um Obama, skrifaður áður en hann komst til valda. 

Mótframbjóðandi hans í síðustu forsetakosningum, John McCain, hefur hins vegar einungis ratað í titil einnar,  My Dad. John McCain, sem dóttir hans Meghan McCain skrifaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson