Þórdís Lóa fagnar áhuga minnihlutans

Þórdís Lóa fagnar áhuga minnihlutans

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, segist fagna áhuga minnihlutans á aðstæðum heimilislausra í Reykjavík og segir að komið hafi verið á aukafundi í borgarráði í næstu viku vegna málsins, að ósk minnihlutans. Minnihlutinn í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í morgun um það „neyðarástand sem nú ríkir meðal sífellt fleiri heimilislausra í Reykjavík“ þar sem m.a. var sagt að „algjört aðgerðarleysi“ ríkti í málaflokknum.

Þórdís Lóa fagnar áhuga minnihlutans

Heimilislaust fólk í Reykjavík | 27. júlí 2018

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, segist fagna áhuga minnihlutans á aðstæðum heimilislausra í Reykjavík og segir að komið hafi verið á aukafundi í borgarráði í næstu viku vegna málsins, að ósk minnihlutans. Minnihlutinn í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í morgun um það „neyðarástand sem nú ríkir meðal sífellt fleiri heimilislausra í Reykjavík“ þar sem m.a. var sagt að „algjört aðgerðarleysi“ ríkti í málaflokknum.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, segist fagna áhuga minnihlutans á aðstæðum heimilislausra í Reykjavík og segir að komið hafi verið á aukafundi í borgarráði í næstu viku vegna málsins, að ósk minnihlutans. Minnihlutinn í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í morgun um það „neyðarástand sem nú ríkir meðal sífellt fleiri heimilislausra í Reykjavík“ þar sem m.a. var sagt að „algjört aðgerðarleysi“ ríkti í málaflokknum.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að stjórnarandstaðan hafi farið fram á aukafund í velferðarráði fyrr í sumar en svör meirihlutans hafi verið á þann veg að ekki væri unnt að verða við ósk um aukafund fyrr en 10. ágúst næstkomandi. 

„Við höfum sett mjög skýra sýn á það í meirihlutasáttmálanum að vinna mjög öflugt að húsnæðismálum, bæði hvað varðar almenna markaðinn og félagslegu íbúðirnar. Við settum í okkar sáttmála að við myndum fjölga þeim um 500 og við myndum vinna alveg sérstaklega með jaðarsettum hópum,“ segir Þórdís Lóa. 

Misskilningur um fundinn

Hún þvertekur fyrir að „algjört aðgerðarleysi“ sé hjá meirihlutanum í málaflokknum líkt og minnihlutinn fullyrti í yfirlýsingu sinni. „Það er fyrirhugaður stór fundur 10. ágúst þar sem hagsmunaaðilar hafa verið boðaðir einnig. Það skiptir máli þegar það er verið að ræða svona málefni að það komi allir að borðinu,“ segir Þórdís Lóa. 

Þá hafi borgarráð samþykkt beiðni minnihlutans um aukafund og um misskilning hafi verið að ræða varðandi nefndan aukafund í velferðarráði. „Við erum að boða til aukafundar í næstu viku. Þau eru að óska eftir aukafundi í borgarráði og það er ekkert mál, við verðum við því. Þarna er um smá misskilning að ræða því þessi aukafundur er í rauninni fyrirhugaður fundur um málefni heimilislausra, ekki aukafundur í velferðarráði heldur aukafundur um þetta málefni,“ segir Þórdís Lóa.

Hún fagnar áhuga minnihlutans á málinu. „Ég verð bara að segja að ég er mjög ánægð með minnihlutann. Hann sýnir þessu málefni mikinn áhuga og það er aldeilis gott því það þýðir það að það verður meiri sátt um það hvaða aðgerðir verður farið í,“ segir Þórdís Lóa að lokum.   

mbl.is