Utangarðsfólk í Reykjavík

Rúmin jafnmörg og fyrir 42 árum

19.8. Alls eru 138 sjúkrarúm fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuefnasjúkdóminn. Rúmin eru jafnmörg og þau voru fyrir 42 árum en landsmenn á aldrinum 15-64 ára eru 100 þúsund fleiri í dag en árið 1976. Meira »

„Átakanlegt að heyra um þennan vanda“

10.8. „Þetta er jafnvel eitthvað hefði mátt eiga sér stað fyrr. Þetta var mjög upplýsandi og fræðandi en á sama tíma átakanlegt. Þetta var góð byrjun,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavík. Velferðarráð fundaði um málefni heimilislausra í dag. Meira »

Allir verði í húsi í vetur

10.8. Velferðarráð fundar nú með hagsmunaaðilum um málefni heimilislausra í borginni. Formaður vel­ferðarráðs Reykjavíkurborgar segir forgangsmál að húsnæði fyrir heimilislausa sé tryggt sem fyrst. Þá segir hún einnig mikilvægt að koma í veg fyrir að fólk sé almennt skilgreint utangarðs í Reykjavík. Meira »

Ræða stöðu heimilislausra

10.8. Aukafundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir en þar er farið yfir þann vanda sem blasir við í málefnum heimilislausra í borginni. Hagsmunaaðilum var boðið að koma á fundinn og þeir beðnir um að undirbúa svör við þremur spurningum. Fundurinn stendur til kl. 16 í dag. Meira »

Vill svör um stöðu heimilislausra

3.8. Velferðarráð Reykjavíkurborgar hefur gefið út dagskrá fyrir fund ráðsins um stöðu heimilislausra í Reykjavík sem fer fram 10. ágúst. Fundinum var flýtt í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis þar sem kom m.a. fram að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur aukist um 95% frá árinu 2012. Gert er ráð fyrir að hagsmunaaðilar svari þremur spurningum á fundinum. Meira »

Lýsa yfir vonbrigðum með neyðarfundinn

1.8. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir vonbrigðum með að neyðarfundur sem haldinn var í borgarráði í gær hafi ekki borið þann árangur sem vonir stóðu til. Meira »

„Reykjavíkurborg er að standa sig illa“

31.7. „Það er frábært að þetta hafi verið sett á dagskrá og til umfjöllunar á þessum fundi. Þetta að einhverju leyti er viðurkenning á þessari gríðarlegu húsnæðiskreppu sem ríkir hjá Reykjavíkurborg,“ segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, um aukafund borgarráðs í dag. Meira »

Segir málaflokkinn vanræktan árum saman

31.7. Margar tillögur liggja fyrir aukafundi borgarráðs Reykjavíkur um mál heimilislausra sem haldinn er í dag, en fulltrúi minnihlutans segir meirihlutann sýna málaflokknum skilningsleysi. Meirihlutinn mun leggja fyrir fundinn tillögupakka, en ekki fæst upp gefið hvað felst í tillögum meirihlutans. Meira »

Leggja til lausnir og neyðarúrræði

30.7. „Rót vandans liggur í því að leigu- og húsnæðisverð almennt hefur hækkað um 100% á örfáum árum hjá núverandi borgarstjórn. Við erum með tillögur hvernig er hægt að bæta markaðinn svo hann verði ekki svona skakkur en svo þarf líka að fara í neyðarúrræði þegar fólk er bókstaflega á götunni,“ segir Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda um stöðu heimilislausra á morgun

30.7. Aukafundur í borgarráði Reykjavíkur, um stöðu heimilislausra í Reykjavík, mun fara fram klukkan ellefu á morgun. Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is. Meirihlutinn mun leggja fram tillögur. Meira »

Þórdís Lóa fagnar áhuga minnihlutans

27.7. Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist fagna áhuga minnihlutans á aðstæðum heimilislausra í Reykjavík og segir að komið hafi verið á aukafundi í borgarráði í næstu viku vegna málsins, að ósk minnihlutans. Minnihlutinn í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í morgun um það „neyðarástand sem nú ríkir meðal sífellt fleiri heimilislausra í Reykjavík“. Meira »

Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum

27.7. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna í borgarstjórn hittust á fundi í gærdag til að fjalla um „það neyðarástand sem nú ríkir meðal sífellt fleiri heimilislausra í Reykjavík,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra. Harmar stjórnarandstaðan það sem hún segir „algjört aðgerðarleysi“ í þessum málaflokki. Meira »