Bjóða upp á pitsur í gistiskýlum á bóndadaginn

Bjóða upp á pitsur í gistiskýlum á bóndadaginn

Dominos ætlar að bjóða bændum í gistiskýlum Reykjavíkur upp á pitsuveislu á bóndadaginn vegna færslu Hafdísar Helgu Sigurpálsdóttur heimspekinema í Facebook-hópnum Fjármálatips.

Bjóða upp á pitsur í gistiskýlum á bóndadaginn

Heimilislaust fólk í Reykjavík | 19. janúar 2023

Dominos ætlar að bjóða heimilislausum upp á pitsur á bóndadaginn.
Dominos ætlar að bjóða heimilislausum upp á pitsur á bóndadaginn. Samsett mynd

Dominos ætlar að bjóða bændum í gistiskýlum Reykjavíkur upp á pitsuveislu á bóndadaginn vegna færslu Hafdísar Helgu Sigurpálsdóttur heimspekinema í Facebook-hópnum Fjármálatips.

Dominos ætlar að bjóða bændum í gistiskýlum Reykjavíkur upp á pitsuveislu á bóndadaginn vegna færslu Hafdísar Helgu Sigurpálsdóttur heimspekinema í Facebook-hópnum Fjármálatips.

Hafdís Helga hitti heimilislausan mann sem var bæði kaldur og svangur þannig að hún bauð honum að borða og skutlaði honum að lokum í gistiskýlið á Lindargötu.

„Á meðan ég skutlaði honum fékk ég hans sögu svolítið. Svo hugsaði ég að það væri bóndadagur á morgun. Við eigum að hugsa um bændurna okkar,“ segir Hafdís Helga í samtali við mbl.is.

„Ég gat ekki setið á mér, ég varð að gera eitthvað. Ég er með Tiktok þannig ég reyni að safna inni á því. Síðan gerði ég þennan póst og þetta varð eins og sinubruni.“

Dominos var á undan

Færslan sem um ræðir birtist í Facebook-hópnum Fjármálatips, þar sem Hafdís leggur til söfnun svo hægt sé að bjóða bændum í gistiskýlunum upp á pitsuveislu á bóndadaginn.

Viðbrögðin voru að fjölmargir lögðu fram aðstoð sína en bæði Pizzan og Dominos buðust til þess að sjá um matinn, en Dominos var á undan að sögn Hafdísar.

„Við ætlum að sjá um allan kostnað og gefa þeim í skýlunum mat á morgun,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsstjóri Dominos, í samtali við mbl.is.

„Ég fékk ábendingu um þennan póst og hafði beint samband við Hafdísi og við tókum strax ákvörðun um að við myndum sjá um þetta.“

Heldur áfram að safna

Nú þegar búið er að redda matnum þá segir Hafdís að henni langi til að setja saman gjafapoka með nauðsynjavörum eins og tannbursta, tannkremi og naglaklippum til að gefa bændum sem sækja gistiskýlin og safnar Hafdís Helga fyrir því með styrkjum.

„Munum eftir bóndunum okkar,“ segir Hafdís Helga.

mbl.is