Ræða stöðu heimilislausra

Ræða stöðu heimilislausra

Aukafundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir en þar verður farið yfir þann vanda sem blasir við í málefnum heimilislausra í borginni. Til­gang­ur fund­ar­ins er að leita úr­bóta í mál­efn­um utang­arðsfólks með því að varpa sem víðtæk­ustu ljósi á vand­ann og hlusta á sjón­ar­mið þeirra sem standa hon­um næst. 

Ræða stöðu heimilislausra

Heimilislaust fólk í Reykjavík | 10. ágúst 2018

Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir nú stöðu heimilislausra í borginni. Reykjavíkurborg rekur …
Velferðarráð Reykjavíkurborgar ræðir nú stöðu heimilislausra í borginni. Reykjavíkurborg rekur m.a. gistiskýlið við Lindargötu 48 fyrir utangarðsfólk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aukafundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir en þar verður farið yfir þann vanda sem blasir við í málefnum heimilislausra í borginni. Til­gang­ur fund­ar­ins er að leita úr­bóta í mál­efn­um utang­arðsfólks með því að varpa sem víðtæk­ustu ljósi á vand­ann og hlusta á sjón­ar­mið þeirra sem standa hon­um næst. 

Aukafundur velferðarráðs Reykjavíkurborgar stendur nú yfir en þar verður farið yfir þann vanda sem blasir við í málefnum heimilislausra í borginni. Til­gang­ur fund­ar­ins er að leita úr­bóta í mál­efn­um utang­arðsfólks með því að varpa sem víðtæk­ustu ljósi á vand­ann og hlusta á sjón­ar­mið þeirra sem standa hon­um næst. 

Þá mun fund­ur­inn marka fyrstu skref­ í nýrri stefnu­mót­un Reykja­vík­ur­borg­ar en nú­ver­andi stefna borg­ar­inn­ar í mál­efn­um utang­arðsfólks renn­ur út á þessu ári.

Hagsmunaaðilum var því boðið að koma á fundinn og þeir beðnir um að undirbúa svör við þremur spurningum. Fundurinn stendur til kl. 16 í dag. 

Þegar hafði verið boðað til aukafundar í borgarráði um síðustu mánaðamót og lýstu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins yfir vonbrigðum í kjölfarið með að sá fundur hefði ekki borið þann árangur sem vonir stóðu til. 

Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, sagði í samtali við RÚV í dag, að fyrirhugað væri á seinni hluta fundarins að samþykkja að koma á fót nýju neyðarskýli fyrir yngri karlmenn.

Þeim hagsmunaaðilum sem boðið var á fundinn var gert að svara þremur spurningum og gera grein fyrir svörum sínum á fundinum. Þær eru:

1. Hver er að mati þinn­ar stofn­un­ar/​sam­taka helsti vandi sem blas­ir við utang­arðsfólki í dag?
2. Hverj­ar eru lausn­ir á þeim vanda?
3. Hvernig á að for­gangsraða lausn­um?

mbl.is