Funda um stöðu heimilislausra á morgun

Funda um stöðu heimilislausra á morgun

Aukafundur í borgarráði Reykjavíkur, um stöðu heimilislausra í Reykjavík, mun fara fram klukkan ellefu á morgun. Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is.

Funda um stöðu heimilislausra á morgun

Heimilislaust fólk í Reykjavík | 30. júlí 2018

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aukafundur í borgarráði Reykjavíkur, um stöðu heimilislausra í Reykjavík, mun fara fram klukkan ellefu á morgun. Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is.

Aukafundur í borgarráði Reykjavíkur, um stöðu heimilislausra í Reykjavík, mun fara fram klukkan ellefu á morgun. Þetta staðfestir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is.

Minnihlutinn í Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu á föstudag um það „neyðarástand sem nú ríkir meðal sífellt fleiri heimilislausra í Reykjavík“ og fór fram á aukafund um málið. 

„Minnihlutinn óskaði eftir sérstökum fundi um það málefni og ég varð við því. Þannig að við munum ræða það á morgun,“ segir Þórdís Lóa í samtali við mbl.is.

Hún segir að meirihlutinn muni leggja fram tillögur sem hafa verið í vinnslu frá því í meirihlutaviðræðum fyrr í sumar.

„Við ætlum að hlusta og tala saman, allir borgarfulltrúar í borgarráði. Ég geri ráð fyrir því að minnihlutinn komi með tillögur og meirihlutinn kemur með tillögur. Svo verður þetta rætt,“ bætir Þórdís við sem fagnar því að borgarráð fái tíma til þess að kryfja þennan málaflokk almennilega.

„Í borgarráði þá eru kannski 40-50 mál á dagskrá, þannig [að] það er oft ekki mikið rými til að fara djúpt ofan í hlutina en á morgun höfum við tækifæri til þess og ég fagna því,“ segir Þórdís að lokum.

mbl.is