Samið um vopnahlé í Hodeida

Jemen | 13. desember 2018

Samið um vopnahlé í Hodeida

Ríkisstjórn Jemen og uppreisnarmenn úr röðum húta hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í hafnarborginni Hodeida og munu Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki í borginni, samkvæmt upplýsingum af fundi samningamanna í Svíþjóð.

Samið um vopnahlé í Hodeida

Jemen | 13. desember 2018

Lögreglan fyrir utan Johannesberg-kastalann í Rimbo.
Lögreglan fyrir utan Johannesberg-kastalann í Rimbo. AFP

Ríkisstjórn Jemen og uppreisnarmenn úr röðum húta hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í hafnarborginni Hodeida og munu Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki í borginni, samkvæmt upplýsingum af fundi samningamanna í Svíþjóð.

Ríkisstjórn Jemen og uppreisnarmenn úr röðum húta hafa komist að samkomulagi um vopnahlé í hafnarborginni Hodeida og munu Sameinuðu þjóðirnar gegna lykilhlutverki í borginni, samkvæmt upplýsingum af fundi samningamanna í Svíþjóð.

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, greindi frá þessu í dag en viðræður hafa staðið yfir í Rimbo í Svíþjóð undanfarna sjö daga. 

Átökin í Jemen hóf­ust með upp­reisn húta sem njóta stuðnings klerka­stjórn­ar­inn­ar í Íran. Hút­ar hafa náð stór­um hluta Jem­ens á sitt vald, meðal ann­ars höfuðborg­inni Sanaa. Sádi-Ar­ab­ía og fleiri ar­ab­a­ríki styðja rík­is­stjórn Abedrab­bo Man­sour Hadi og hafa gert loft­árás­ir á yf­ir­ráðasvæði upp­reisn­ar­mann­anna og notið stuðnings stjórn­valda í Banda­ríkj­un­um, Bretlandi og Frakklandi.

Staðan í Jemen er skelfi­leg og telja Sam­einuðu þjóðirn­ar að hvergi í heim­in­um sé neyðin jafn mik­il en ótt­ast er að hung­urs­neyð blasi við 14 millj­ón­um Jemena.

Guterres kom til Svíþjóðar seint í gærkvöldi og tilkynnti um samkomulagið í morgun. Hodeida er helsta hafnarborg landsins og þangað koma nánast öll matvæli og önnur neyðaraðstoð til landsins. Uppreisnarmenn réðu yfir borginni en að sögn Guterres verður hún undir stjórn Sameinuðu þjóðanna. Friðarviðræðunum verður fram haldið í lok janúar.

AFP
mbl.is