Tímamótaskref í Jemen

Jemen | 11. maí 2019

Tímamótaskref í Jemen

Uppreisnarmenn Húta í Jemen búa sig nú undir að yfirgefa mikilvæga hafnarborg líkt og stjórnarhersveitir. Með þessu verður hægt að flytja nauðsynleg hjálpargögn í gegnum borgina Hudaydah. Þetta er stærsta skrefið sem stríðandi fylkingar hafa stigið frá því samkomulag um vopnahlé var undirritað í desember.

Tímamótaskref í Jemen

Jemen | 11. maí 2019

Borgarastríðið í Jemen hefur staðið yfir í fjögur ár. 6.800 …
Borgarastríðið í Jemen hefur staðið yfir í fjögur ár. 6.800 liggja í valnum, tæplega 11.000 eru særðir og þá hafa þúsundir látist af völdum fyrirbyggjandi sjúkdóma. AFP

Uppreisnarmenn Húta í Jemen búa sig nú undir að yfirgefa mikilvæga hafnarborg líkt og stjórnarhersveitir. Með þessu verður hægt að flytja nauðsynleg hjálpargögn í gegnum borgina Hudaydah. Þetta er stærsta skrefið sem stríðandi fylkingar hafa stigið frá því samkomulag um vopnahlé var undirritað í desember.

Uppreisnarmenn Húta í Jemen búa sig nú undir að yfirgefa mikilvæga hafnarborg líkt og stjórnarhersveitir. Með þessu verður hægt að flytja nauðsynleg hjálpargögn í gegnum borgina Hudaydah. Þetta er stærsta skrefið sem stríðandi fylkingar hafa stigið frá því samkomulag um vopnahlé var undirritað í desember.

Ferlið hefst í dag. Fram kemur á vef BBC, að sést hefur til liðsmanna Húta hverfa á braut. Búist er við að það muni taka um fjóra sólarhringa að draga herliðið burt. 

Að minnsta kosti 6.800 saklausir borgarar hafa látist í borgarastyrjöldinni sem hefur geisað í Jemen í fjögur ár. 

Þá hafa tæplega 11.000 særst í átökunum að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna. Þúsundir til viðbótar hafa látist af völdum sjúkdóma sem hefði mátt koma í veg fyrir, t.d. vegna vannæringar.

Sérstakur sendifulltrúi SÞ í Jemen, Martin Griffiths, segir í samtali við BBC að þetta sé fyrsta skrefið.

„Enn er mikil vinna framundan til að tryggja það að ríkisstjórn Jemen verði að lokum ánægð með aðgerðina,“ segir hann. „Ég er vongóður, en þetta er brothætt fley.“

mbl.is