Stríðsfangar látnir lausir

Jemen | 1. janúar 2020

Stríðsfangar látnir lausir

Sex Sádí-Arabar sem voru í haldi húta skæruliða í Jemen, voru látnir lausir úr haldi í dag. Flúðu fangarnir strax til Riyadh í Sádí-Arabíu. 

Stríðsfangar látnir lausir

Jemen | 1. janúar 2020

Liðsmenn jemenska stjórnarhersins sem voru í haldi uppreisnarsveita húta voru …
Liðsmenn jemenska stjórnarhersins sem voru í haldi uppreisnarsveita húta voru látnir lausir í desember. AFP

Sex Sádí-Arabar sem voru í haldi húta skæruliða í Jemen, voru látnir lausir úr haldi í dag. Flúðu fangarnir strax til Riyadh í Sádí-Arabíu. 

Sex Sádí-Arabar sem voru í haldi húta skæruliða í Jemen, voru látnir lausir úr haldi í dag. Flúðu fangarnir strax til Riyadh í Sádí-Arabíu. 

Rauði krossinn hafði yfirumsjón með lausn stríðsfanganna, en í nóvember voru 128 hútum sleppt úr haldi Sádí-arabískra stjórnvalda. 

Herbandalag undir leiðsögn Sádí-Arabíu, sem barist hefur gegn uppreisnarsveitum húta, staðfesti í dag að stríðsfangarnir sex væru komnir til Riyadh. Ekki er vitið hvenær og undir hvaða kringumstæðum fangarnir voru handteknir. Herbandalagið skarst í borgarastyrjöldina í Jemen árið 2015 og hefur stutt ríkisstjórn landsins, á meðan Íranar hafa stutt uppreisnarsveitir húta.

mbl.is