Rappari og hryðjuverkamaður handtekinn

Ríki íslams | 22. apríl 2020

Rappari og hryðjuverkamaður handtekinn

Fyrrum breskur rappari og þekktur hryðjuverkamaður úr röðum ríki íslams var handtekinn í borginni Almeria á Spáni. „Hann er ákaflega hættulegur í ljósi þeirra glæpa sem hann hefur framið og lengi hefur verið lýst eftir þessum hryðjuverkamanni í Evrópu,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

Rappari og hryðjuverkamaður handtekinn

Ríki íslams | 22. apríl 2020

Hryðjuverkamaðurinn var handtekinn á Spáni.
Hryðjuverkamaðurinn var handtekinn á Spáni. AFP

Fyrrum breskur rappari og þekktur hryðjuverkamaður úr röðum ríki íslams var handtekinn í borginni Almeria á Spáni. „Hann er ákaflega hættulegur í ljósi þeirra glæpa sem hann hefur framið og lengi hefur verið lýst eftir þessum hryðjuverkamanni í Evrópu,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

Fyrrum breskur rappari og þekktur hryðjuverkamaður úr röðum ríki íslams var handtekinn í borginni Almeria á Spáni. „Hann er ákaflega hættulegur í ljósi þeirra glæpa sem hann hefur framið og lengi hefur verið lýst eftir þessum hryðjuverkamanni í Evrópu,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

Maðurinn Abdel-Majed Abdel Bary er frá vesturhluta Lundúna en af egypskum uppruna Fyrir nokkrum árum birti hann mynd af sér á samskiptamiðlinum Twitter með höfuð af manni sem skorið hafði verið af búk hans. Við myndina hafði hann skrifað: „Ég er að „tjilla“ með vini mínum eða það sem eftir er af honum.“

Í fyrri yfirlýsingu lögreglunnar hafði hún greint frá því að hún „hefði handtekið eftirlýstan hryðjuverkamann úr röðum íslamska ríkisins.“ Þar var maðurinn ekki nafngreindur. Hins vegar staðfestu spænskir saksóknarar að um Bary væri að ræða. 

Hann kom ólöglega til Spánar og fannst í felum í íbúði í Almeria þar sem fleiri voru einnig handteknir. 

Bary var lengi vel í Sýrlandi og Írak. 

Faðir hans Adel Abdel Bary var fundinn sekur árið 2015 um að taka þátt í að myrða Banda­ríkja­menn og að hafa átt aðild að hryðju­verka­árás­um al-Qa­eda í Ken­ía og Tans­an­íu sem kostuðu 224 lífið og rúmlega fimm þúsund manns særðust. Hann hlaut 25 ára dóm. 

mbl.is