46 látnir eftir árás á markað

Sýrland | 29. apríl 2020

46 látnir eftir árás á markað

Að minnsta kosti 46 létust er bílsprengja sprakk á markaði í norðurhluta Sýrlands í gær. Sprengjan sprakk á markaði í Afrin, sem er undir stjórn hersveita sem njóta stuðnings Tyrkja, á þeim tíma sem flestir fara að versla í matinn sem neyta má eftir sólsetur á föstutímabilinu, ramadan.

46 látnir eftir árás á markað

Sýrland | 29. apríl 2020

AFP

Að minnsta kosti 46 létust er bílsprengja sprakk á markaði í norðurhluta Sýrlands í gær. Sprengjan sprakk á markaði í Afrin, sem er undir stjórn hersveita sem njóta stuðnings Tyrkja, á þeim tíma sem flestir fara að versla í matinn sem neyta má eftir sólsetur á föstutímabilinu, ramadan.

Að minnsta kosti 46 létust er bílsprengja sprakk á markaði í norðurhluta Sýrlands í gær. Sprengjan sprakk á markaði í Afrin, sem er undir stjórn hersveita sem njóta stuðnings Tyrkja, á þeim tíma sem flestir fara að versla í matinn sem neyta má eftir sólsetur á föstutímabilinu, ramadan.

AFP

Bandaríska utanríkisráðuneytið greinir frá þessu og hefur fordæmt árásina og segir hana ekkert annað en heigulsverk djöfulsins. Myndir sem björgunarsveitirnar Hvítu hjálmarnir (White Helmets) hafa birt sýna slökkviliðsmenn reyna að slökkva elda, lík borin af vettvangi af björgunarsveitarfólki og mikið tjón á byggingum allt í kring. 

AFP

Rami Abdul Rahman, yfirmaður sýrlensku mannréttindavaktarinnar, segir að búast megi við að tala látinna eigi eftir að hækka en um 50 særðust þegar olíuflutningabíllinn sprakk. 11 börn voru meðal þeirra sem létust. 

AFP

Ekki er vitað hverjir stóðu á bak við árásina en hún er ein sú alvarlegasta síðan tyrkneskir hermenn og uppreisnarmenn þeim hliðhollir náði yfirráðum í héraðinu af Kúrdum í mars 2018. 

AFP
AFP
mbl.is