Neyðarmiðstöðvar yfirfullar á eyjunum

Á flótta | 30. ágúst 2020

Neyðarmiðstöðvar yfirfullar á eyjunum

Fiskiskip kom til hafnar á ítölsku eyjunni Lampedusa í nótt með 367 flóttamenn sem áhöfn skipsins hafði bjargað á Miðjarðarhafi. Annað skip er á leiðinni til hafnar með 350 flóttamenn til viðbótar sem var einnig bjargað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið.

Neyðarmiðstöðvar yfirfullar á eyjunum

Á flótta | 30. ágúst 2020

AFP

Fiskiskip kom til hafnar á ítölsku eyjunni Lampedusa í nótt með 367 flóttamenn sem áhöfn skipsins hafði bjargað á Miðjarðarhafi. Annað skip er á leiðinni til hafnar með 350 flóttamenn til viðbótar sem var einnig bjargað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið.

Fiskiskip kom til hafnar á ítölsku eyjunni Lampedusa í nótt með 367 flóttamenn sem áhöfn skipsins hafði bjargað á Miðjarðarhafi. Annað skip er á leiðinni til hafnar með 350 flóttamenn til viðbótar sem var einnig bjargað á leiðinni yfir Miðjarðarhafið.

Beðið um borð í Sea-Watch 4.
Beðið um borð í Sea-Watch 4. AFP

Undanfarna mánuði hafa hundruð flóttamanna komið til lands á Ítalíu á sama tíma og reynt er að fara að sóttvarnareglum vegna kórónuveirunnar. 

Samkvæmt frétt ANSA fylgdi strandgæslan fiskiskipinu til hafnar en óttast var að það myndi sökkva í slæmu veðri sem geisar á þessum slóðum. Þegar skipið lagðist að landi beið hópur mótmælenda við höfnina en mótmælin voru skipulögð af Banda­laginu, stjórnmálaflokki Matteos Sal­vinis.

AFP

Við komuna til hafnar var kannað hvort flóttafólkið – ekki liggur fyrir af hvaða þjóðerni það er – væri með hita og það síðan flutt á neyðarmiðstöð þar sem fyrir eru 1.160 manns eða tíu sinnum fleiri en rúmast þar, segir héraðsstjórinn á Lampedusa, Toto Martello.

Um 30 bátar til viðbótar hafa þegar komið til eyjunnar frá því á föstudag en um 500 voru um borð í þeim. Flestir koma frá strönd Túnis í Norður-Afríku. 

Martello segir að eyjan ráði ekki lengur við þetta. Annaðhvort verði ríkisstjórnin að grípa strax til aðgerða eða eyjarskeggjar fari í allsherjarverkfall. Neyðarástand ríki á eyjunni sem enginn möguleiki sé á að ráða við.

AFP

Nello Musumeci, héraðsstjóri á Sikiley, skrifaði á Facebook í gær að hann myndi óska eftir fundi með ríkisstjórninni vegna heilbrigðis- og mannúðarkrísu. Eyjarnar tvær gætu ekki tekið á sig að annast þessi mál án aðstoðar. Á sama tíma og þögn ríkti í Róm og tómlæti í Brussel. 

Ítalska strandgæslan flutti einnig til hafnar 49 flóttamenn sem hafði verið bjargað af áhöfn MV Louise Michel, björgunarskips sem Banksy annast rekstur á. 150 til viðbótar voru um borð en þeir voru fluttir yfir í björgunarskipið Sea-Watch 4 sem nú er með 350 flóttamenn um borð að leita að höfn sem er reiðubúin til að taka við þeim.

Þýsku sjálfboðaliðasamtökin Sea Watch og Læknar án landamæra reka Sea-Watch 4. Áhöfn skipsins skrifar á Twitter að hún veiti fólki nú læknisaðstoð, meðal annars vegna brunasára, ofþornunar og ofkælingar auk sálrænna áfalla. 

mbl.is