40 milljónir til aðstoðar á Lesbos og í Líbanon

Á flótta | 14. september 2020

40 milljónir til aðstoðar á Lesbos og í Líbanon

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónir króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos í nýliðinni viku. Þá verður tuttugu milljónum varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við það sem greint var frá á sínum tíma. 

40 milljónir til aðstoðar á Lesbos og í Líbanon

Á flótta | 14. september 2020

Sprengingarnar ollu gríðarlegri eyðileggingu í Beirút.
Sprengingarnar ollu gríðarlegri eyðileggingu í Beirút. AFP

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónir króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos í nýliðinni viku. Þá verður tuttugu milljónum varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við það sem greint var frá á sínum tíma. 

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónir króna til neyðaraðstoðar vegna eldsvoða í búðum hælisleitenda á grísku eynni Lesbos í nýliðinni viku. Þá verður tuttugu milljónum varið til mannúðarstarfs í Líbanon vegna sprenginganna í Beirút í ágústbyrjun og bætist framlagið við það sem greint var frá á sínum tíma. 

Fram kemur í tilkynningu að tuttugu milljónum verði varið til neyðaraðstoðar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna vegna ástandsins á Lesbos eftir að eldsvoði olli mikilli eyðileggingu á Móría-móttökusvæðinu í síðustu viku. 

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert

Þá verður tuttugu milljónum króna varið til Lebanon Humanitarian Fund, svæðasjóðs samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum í Líbanon, vegna áframhaldandi neyðarástands í Beirút í kjölfar sprenginganna 4. ágúst. Þessir fjármunir koma til viðbótar við tuttugu milljóna króna framlag til matvælaaðstoðar í Líbanon sem íslensk stjórnvöld ákváðu skömmu eftir sprengingarnar. 

mbl.is