Stefna belgískra yfirvalda fyrir dómstólum

Á flótta | 22. nóvember 2020

Stefna belgískra yfirvalda fyrir dómstólum

Nálgun belgískra yfirvalda á málefnum óskráðra flótta- og farandfólki verður í sviðsljósinu á morgun er réttarhöld yfir lögreglumanni sem skaut tveggja ára gamla kúrdíska stúlku til bana hefjast.

Stefna belgískra yfirvalda fyrir dómstólum

Á flótta | 22. nóvember 2020

Móðir Mawda Shawri sýnir hér mynd af dóttur sinni.
Móðir Mawda Shawri sýnir hér mynd af dóttur sinni. AFP

Nálgun belgískra yfirvalda á málefnum óskráðra flótta- og farandfólki verður í sviðsljósinu á morgun er réttarhöld yfir lögreglumanni sem skaut tveggja ára gamla kúrdíska stúlku til bana hefjast.

Nálgun belgískra yfirvalda á málefnum óskráðra flótta- og farandfólki verður í sviðsljósinu á morgun er réttarhöld yfir lögreglumanni sem skaut tveggja ára gamla kúrdíska stúlku til bana hefjast.

Mawda var særð til ólífs í maí 2018 er lögreglumaðurinn skaut á sendibifreið smyglara sem voru að fara með hóp í gegnum landið á leið til Bretlands.

Lögreglumaðurinn segir að hann hafi ætlað að skjóta í dekk bifreiðarinnar til þess að reyna að stöðva för hennar en bifreiðinni var ekið á miklum hraða. Málið vakti mikla reiði í Belgíu og hafa baráttumenn fyrir mannréttindum notað atvikið sem dæmi um hversu illa sé staðið að málefnum flóttafólks í landinu. 

Foreldrar Mawda Shawri.
Foreldrar Mawda Shawri. AFP

Nafn lögreglumannsins hefur ekki verið birt opinberlega en hann á yfir höfði sér dóm fyrir manndráp af gáleysi. Réttarhöldin hefjast í Mons á morgun en auk hans er réttað yfir tveimur Kúrdum. Annar þeirra ók bifreiðinni og hinn stýrði smyglinu á fólkinu. Lögreglumaðurinn segir að hann hafi haft hugmynd um að flóttafólk hafi verið um borð í bifreiðinni og það hafi verið skelfilegt áfall þegar hann sá að Mawda hafði fengið skot í höfuðið. Áverka sem dró hana til dauða.

„Það er skelfilegt að burðast með þá ímynd að vera einhver sem ber ábyrgð á dauða barns,“ segir verjandi lögreglumannsins, Laurent Kennes í viðtali við AFP.

Hann segir að lögreglumaðurinn upplifi það sem svo að hann sé gerður ábyrgur fyrir öllum þeim mistökum sem gerð eru í stefnu ríkisins varðandi flótta- og farandfólks.

Foreldrar Mawda, sem fóru frá Írak árið 2015 og ætluðu sér til Bretlands, settust að í Belgíu eftir andlát hennar en þeim var veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Ýmsir úr hópi fræga fólksins hafa blandað sér í málið og þar á meðal tónlistarmaðurinn Roger Waters úr Pink Floyd. Hann hvetur Belga til þess að mæta við réttarhöldin og láta heyra í sér. „Ekki leyfa þeim að sópa dauða þessa barns undir teppið,“ segir Rogers. 

Breski kvikmyndagerðarmaðurinn Ken Loach fordæmir að reynt sé að réttlæta það þegar skotið er á bifreið fulla af fólki.  

mbl.is