Aðstæður í fangelsinu „jafngilda pyntingum“

Jeffrey Epstein | 10. mars 2021

Aðstæður í fangelsinu „jafngilda pyntingum“

Meðhöndlunin á Ghislaine Maxwell, sem er sökuð um mansal, í fangelsi í New York er „niðurlægjandi“ og „jafngildir pyntingum“, sagði bróðir hennar við BBC.

Aðstæður í fangelsinu „jafngilda pyntingum“

Jeffrey Epstein | 10. mars 2021

Samsett mynd af Maxwell og Epstein.
Samsett mynd af Maxwell og Epstein. AFP

Meðhöndlunin á Ghislaine Maxwell, sem er sökuð um mansal, í fangelsi í New York er „niðurlægjandi“ og „jafngildir pyntingum“, sagði bróðir hennar við BBC.

Meðhöndlunin á Ghislaine Maxwell, sem er sökuð um mansal, í fangelsi í New York er „niðurlægjandi“ og „jafngildir pyntingum“, sagði bróðir hennar við BBC.

Ian Maxwell sagði að hún væri undir stöðugu eftirliti í litlum klefa (1,8x2,7m) með engu náttúrulegu ljósi og að maturinn væri „nánast óætur“.

Maxwell er sökuð um að hafa aðstoðað barnaníðinginn og fyrrverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein, við að lokka til sín ungar stúlkur.

Hún er að reyna fá sig lausa úr fangelsi gegn lausnargjaldi áður en réttarhöldin yfir henni hefjast í júlí. Hún hefur verið í fangelsi síðan hún var handtekin í júlí síðastliðnum í glæsivillu sinni í ríkinu New Hampshire.

Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi árið 2019.

mbl.is