Enn logar Twitter

MeT­oo - #Ég líka | 8. maí 2021

Enn logar Twitter

Enn streyma inn frásagnir brotaþola kynferðislegs áreitis og ofbeldis inn á samfélagsmiðilinn Twitter. Talað er um gjörninginn sem aðra #metoo bylgju ásamt því sem margar færslur eru merktar með myllumerkinu #twitterlogar.

Enn logar Twitter

MeT­oo - #Ég líka | 8. maí 2021

Ekkert lát er á nýrri #metoo bylgju á samfélagsmiðlum.
Ekkert lát er á nýrri #metoo bylgju á samfélagsmiðlum. mbl.is

Enn streyma inn frásagnir brotaþola kynferðislegs áreitis og ofbeldis inn á samfélagsmiðilinn Twitter. Talað er um gjörninginn sem aðra #metoo bylgju ásamt því sem margar færslur eru merktar með myllumerkinu #twitterlogar.

Enn streyma inn frásagnir brotaþola kynferðislegs áreitis og ofbeldis inn á samfélagsmiðilinn Twitter. Talað er um gjörninginn sem aðra #metoo bylgju ásamt því sem margar færslur eru merktar með myllumerkinu #twitterlogar.

Umræðurnar hófust í kjölfar þess að Sölvi Tryggvason, hlaðvarpsstjórnandi, bar af sér sakir um að hafa beitt konur ofbeldi, birti tóma málaskrá síns nafns úr málakerfi lögreglunnar, frá 1.apríl 2021, og tók viðtal við sjálfan sig og lögmann sinn í hlaðvarpi sínu. 

Í viðtalinu brast Sölvi í grát og lögmaður hans, Saga Ýrr Jónsdóttir, lét hin fleygu orð „Þú ert góður strákur Sölvi,“ falla. Alda stuðnings, sérstaklega frá karlmönnum, fór um samfélagsmiðla og spjótin beindust að kjaftasögum og mannorðsmorði. 

Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður, birti í í svokölluðu story á samfélagsmiðlum sínum viðbrögð sín við sjálfsviðtali Sölva, þar sem hann grét með honum. Hann hefur síðan sagst ekki taka afstöðu í málinu og vera hlutlaus. 

Síðan þá hafa tvær konur stigið fram og sagt Sölva hafa beitt sig ofbeldi. Önnur þeirra hefur kært Sölva til lögreglu fyrir ofbeldi sem framið var í mars. Það er því ljóst að ekki var öll sagan sögð þegar Sölvi birti málaskránna og bar af sér sakir. 

Reiði fólks, einkum kvenna, sem nú tjá hana á samfélagsmiðlum, snýr ekki síst að því hve fljótt fólk viðist hafa verið tilbúið til að taka skýringum manns trúarlega, sem hafði verið sagður beita konur ofbeldi. Að Sölvi hafi, í krafti frægðar, notfært sér yfirburði sína til að sækja samúð í viðtali við sjálfan sig.

Fjöldi fólks hefur síðan stigið fram af öllum kynjum, sagt sínar sögur af brotum gagnvart sér, brotum sem þau hafa tekið þátt í eða þagað yfir og lýst yfir stuðningi við brotaþola. 

Mikilvægi þess að trúa brotaþolum, þátttöku karla í umræðunni og mikilvægi slúðursagna sem tól til að stemma stigu við kynferðisofbeldi hafa verið rædd. 

Frásagnir brotaþola kynferðislegs áreitis og ofbeldis verða ekki birtar hér, heldur færslur sem ætlað er að varpa ljósi á umræðuna. Óskir þú eftir að láta fjarlæga færslu hér er hægt að senda póst á karitas@mbl.is 




















mbl.is