Breskir vísindamenn mæla með þriðju sprautunni

Bólusetningar við Covid-19 | 22. júlí 2021

Breskir vísindamenn mæla með þriðju sprautunni

Hópur breskra vísindamanna hjá University College of London, sem stóð að viðamikilli rannsókn á mótefnasvari bólusettra Breta, segir niðurstöður rannsóknar sinnar benda til þess að mótefnasvar minnki verulega nokkrum vikum eftir seinni sprautu. Því sé vert að skoða möguleikann á þriðju sprautunni að hausti. Guardian greinir frá.

Breskir vísindamenn mæla með þriðju sprautunni

Bólusetningar við Covid-19 | 22. júlí 2021

Nýlistasafnið Tate Modern í Lundúnum er notað sem bólusetningamiðstöð um …
Nýlistasafnið Tate Modern í Lundúnum er notað sem bólusetningamiðstöð um þessar mundir. Hér er verið að bólusetja með bóluefni Pfizer. AFP

Hópur breskra vísindamanna hjá University College of London, sem stóð að viðamikilli rannsókn á mótefnasvari bólusettra Breta, segir niðurstöður rannsóknar sinnar benda til þess að mótefnasvar minnki verulega nokkrum vikum eftir seinni sprautu. Því sé vert að skoða möguleikann á þriðju sprautunni að hausti. Guardian greinir frá.

Hópur breskra vísindamanna hjá University College of London, sem stóð að viðamikilli rannsókn á mótefnasvari bólusettra Breta, segir niðurstöður rannsóknar sinnar benda til þess að mótefnasvar minnki verulega nokkrum vikum eftir seinni sprautu. Því sé vert að skoða möguleikann á þriðju sprautunni að hausti. Guardian greinir frá.

Eftir seinni sprautu bóluefna Pfizer og AstraZeneca tók mótefnasvarið að minnka að sex vikum liðnum og hafði í sumum tilfellum helmingast eftir tíu vikur.

Það er eðlilegt að mótefnasvar minnki eftir bólusetningu og þýðir ekki að menn séu móttækilegri fyrir sjúkdómnum af þeim ástæðum.

AFP

Pfizer veiti betri vörn en AstraZeneca

Höfundar rannsóknarinnar ítreka að bóluefnin virki vel gegn veirunni en segja niðurstöðurnar benda til þess að þriðja sprauta bóluefnanna í vor kunni að að viðhalda mótefnasvarinu betur. Sérstaklega fyrir þá sem fengu AstraZeneca-bóluefnið.

Rannsakendur tóku blóðsýni úr 605 bólusettum einstaklingum, flestum á aldrinum 50 til 70 ára. Tvöfaldur skammtur af bóluefni Pfizer kallaði fram töluvert sterkara mótefnasvar en sams konar skammtur af bóluefni AstraZeneca.

Nefnd um málefni bólusetninga hefur hvatt bresk stjórnvöld til að gefa fullbólusettum þriðja skammtinn í haust en engin ákvörðun hefur verið tekin í þeim efnum. Óvíst er hvort mótefnasvarið hafi lækkað nóg til þess að réttlæta slíkar aðgerðir og aðrir segja efnin eiga meira erindi til fátækari landa þar sem bólusetning sé varla hafin.

mbl.is