Útlit fyrir erfiða stöðu í bólusetningum

Bólusetningar við Covid-19 | 25. júlí 2021

Útlit fyrir erfiða stöðu í bólusetningum

Framkvæmdastjóri Samtaka ónæmisfræðinga í Bretlandi segir að herða þurfi róðurinn í bólusetningu ungs fólks gegn Covid-19 eins fljótt og auðið er. Hann óttast að núverandi ástand, þar sem lítil þátttaka í bólusetningum er á meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára, geti leitt til þess að bólusetja þurfi verulega marga í septembermánuði.

Útlit fyrir erfiða stöðu í bólusetningum

Bólusetningar við Covid-19 | 25. júlí 2021

Læknirinn Gino Amato sprautar einstakling með bóluefni Pfizer/BioNTech í Lundúnum.
Læknirinn Gino Amato sprautar einstakling með bóluefni Pfizer/BioNTech í Lundúnum. AFP

Framkvæmdastjóri Samtaka ónæmisfræðinga í Bretlandi segir að herða þurfi róðurinn í bólusetningu ungs fólks gegn Covid-19 eins fljótt og auðið er. Hann óttast að núverandi ástand, þar sem lítil þátttaka í bólusetningum er á meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára, geti leitt til þess að bólusetja þurfi verulega marga í septembermánuði.

Framkvæmdastjóri Samtaka ónæmisfræðinga í Bretlandi segir að herða þurfi róðurinn í bólusetningu ungs fólks gegn Covid-19 eins fljótt og auðið er. Hann óttast að núverandi ástand, þar sem lítil þátttaka í bólusetningum er á meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára, geti leitt til þess að bólusetja þurfi verulega marga í septembermánuði.

Á sama tíma er stefnt að því að aðrir hópar fái aukaskammt af bóluefni gegn Covid-19, þótt enn hafi ekki verið tekin endanleg ákvörðun í Bretlandi um slíkt. Þá á einnig bólusetning gegn inflúensu að fara fram. Því er útlit fyrir þungan mánuð í bólusetningum.

Um 60% enn óbólusett

Vísindamenn telja að bóluefni gætu leikið mikilvægt hlutverk í því að vernda ungt fólk fyrir langvarandi einkennum kórónuveirunnar. 

Minna en 60% ungra Breta hafa fengið fyrstu sprautu af bóluefni gegn Covid-19 og vegna þess að þeir þurfa að bíða í um átta vikur eftir seinni skammti verða nýbólusettir ekki tilbúnir fyrir seinni sprautuna fyrr en í september. 

„Það er mikið áhyggjuefni hve hægt hefur gengið að fá ungt fólk í bólusetningu. Við þurfum að snúa stöðunni við til þess að ná því ónæmi í samfélaginu sem við þurfum á að halda fyrir komandi vetur og haust,“ sagði Doug Brown, framkvæmdastjóri samtaka ónæmisfræðinga í Bretlandi (British Society for Immunology), í samtali við Guardian

„Ríkisstjórnin verður að gefa í hvað varðar bólusetningu ungs fólks. Því hægar sem það gengur, því erfiðara verður verkefnið í september.“

mbl.is