Gætu þurft bólusetningu til þess að mæta í skólann

Bólusetningar við Covid-19 | 26. júlí 2021

Gætu þurft bólusetningu til þess að mæta í skólann

Nú er til skoðunar á Englandi að krefja stúdenta um fulla bólusetningu gegn Covid-19 ef þeir hyggjast fylgjast með fyrirlestrum í háskólum eða vera á háskólasvæðum. Ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands eru hlynntir því að skoða þennan möguleika en fjöldi þingmanna er mótfallinn slíkum aðgerðum. 

Gætu þurft bólusetningu til þess að mæta í skólann

Bólusetningar við Covid-19 | 26. júlí 2021

Frá útskrift í Bolton Háskóla á Englandi í byrjun júlí.
Frá útskrift í Bolton Háskóla á Englandi í byrjun júlí. AFP

Nú er til skoðunar á Englandi að krefja stúdenta um fulla bólusetningu gegn Covid-19 ef þeir hyggjast fylgjast með fyrirlestrum í háskólum eða vera á háskólasvæðum. Ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands eru hlynntir því að skoða þennan möguleika en fjöldi þingmanna er mótfallinn slíkum aðgerðum. 

Nú er til skoðunar á Englandi að krefja stúdenta um fulla bólusetningu gegn Covid-19 ef þeir hyggjast fylgjast með fyrirlestrum í háskólum eða vera á háskólasvæðum. Ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands eru hlynntir því að skoða þennan möguleika en fjöldi þingmanna er mótfallinn slíkum aðgerðum. 

Guardian greinir frá.

Spurð um hugmyndina segir menntamálaráðherrann Vicky Ford: „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir ungt fólk að mæta í bólusetningu.“

Óviss um framkvæmdina

Ford sagði við BBC í dag að hún gæti ekki tjáð sig um það sem hefði ekki verið ákveðið, en að það þyrfti að skoða alla möguleika til þess að tryggja að nemendur gætu hafið háskólanám að nýju á öruggan hátt. 

Áður hafði Ford útilokað þennan möguleika í samtali við fréttastofu Sky. 

Samkvæmt heimildum Times hefur menntamálaráðuneytið talað fyrir hugmyndinni, en hefur einnig áhyggjur af framkvæmd hennar vegna sjálfstjórnarvalds breskra háskóla. 

mbl.is