Stígamót vilja ekki vera fjarvistarsönnun

MeT­oo - #Ég líka | 30. ágúst 2021

Stígamót vilja ekki vera fjarvistarsönnun

Áður en Stígamót gengst við því að leiða starfshóp til að uppræta vanda innan KSÍ við meðhöndlun ofbeldis- og kynferðisbrotamála, vilja samtökin sjá skýran pólitískan vilja hjá stjórninni að raunverulega hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem þessi utanaðkomandi hópur sérfræðinga myndi telja að grípa þurfi til.

Stígamót vilja ekki vera fjarvistarsönnun

MeT­oo - #Ég líka | 30. ágúst 2021

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áður en Stígamót gengst við því að leiða starfshóp til að uppræta vanda innan KSÍ við meðhöndlun ofbeldis- og kynferðisbrotamála, vilja samtökin sjá skýran pólitískan vilja hjá stjórninni að raunverulega hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem þessi utanaðkomandi hópur sérfræðinga myndi telja að grípa þurfi til.

Áður en Stígamót gengst við því að leiða starfshóp til að uppræta vanda innan KSÍ við meðhöndlun ofbeldis- og kynferðisbrotamála, vilja samtökin sjá skýran pólitískan vilja hjá stjórninni að raunverulega hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem þessi utanaðkomandi hópur sérfræðinga myndi telja að grípa þurfi til.

Þetta segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talsmaður Stígamóta, sem fundaði með tveimur fulltrúum stjórnar KSÍ á sunnudag.

Fleiri ábyrgir en Guðni

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður sambandsins þennan sama dag. „Mér finnst fleiri bera ábyrgð innan KSÍ en bara formaðurinn.

Mér finnst að stjórnin hefði átt að grípa til róttækari aðgerða þó þetta hafi verið fínt fyrsta skref,“ segir Steinunn. Hún hefði haldið að núsitjandi stjórn þyrfti endurnýjað umboð til að sinna úrlausn á þessu máli.

Takmörkuð trú á stjórnarmeðlimum

Þeir fulltrúar stjórnarinnar sem funduðu með Steinunni og Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, kynfræðingi, fullyrtu að stjórnin vildi heilshugar gera það sem þarf til að vinna úr þessum málum, að sögn Steinunnar.

„Við skulum leyfa tímanum að leiða það í ljós.“

Steinunn bendir á að þar sem hún hitti ekki alla stjórnina hafi hún ekki nema takmarkaða sýn á vilja stjórnar. „Ég er ekki sannfærð um að allir innan stjórnarinnar hafi það sem þarf til að vinna úr þessu máli.“

Stígamót eru samtök sem vilja gera allt það sem þarf til að samfélagið taki betur á og komi í veg fyrir kynferðisbrot.

Hanna Björg og Steinunn við höfuðstöðvar KSÍ að loknum fundinum …
Hanna Björg og Steinunn við höfuðstöðvar KSÍ að loknum fundinum í gær. mbl.is/Sigurður Unnar

Málið verði ekki leyst með nýjum verklagsreglum

„Það er öllum ljóst að innan KSÍ er rótgróin menning sem hefur látið kvenfjandsamleg viðhorf og ofbeldi óátalið. Til að uppræta svo rótgróna menningu þarf róttækar aðgerðir og skýran vilja.“

Hún telur að málið verði ekki leyst með nýjum verklagsreglum einum saman. „Við viljum ekki bara vera fjarvistarsönnun.“

Samtökin þurfi að sjá að vinnan geti haft raunveruleg áhrif en verði ekki bara orð á blaði. „Það gerist ekki nema það sé fullkomin eining innan þeirra sem leiða sambandið.“

mbl.is