Kjörsókn í Reykjavík mun betri en áður

Alþingiskosningar 2021 | 25. september 2021

Kjörsókn í Reykjavík mun betri en áður

Kjörsókn í Reykjavík er mun betri nú en hún var á sama tíma í alþingiskosningunum árið 2017 og 2016.

Kjörsókn í Reykjavík mun betri en áður

Alþingiskosningar 2021 | 25. september 2021

Kjörsókn í Reykjavík er mun betri nú en hún var á sama tíma í alþingiskosningunum árið 2017 og 2016.

Kjörsókn í Reykjavík er mun betri nú en hún var á sama tíma í alþingiskosningunum árið 2017 og 2016.

Klukkan eitt í dag höfðu 17,8% landsmanna greitt atkvæði í Reykjavíkurkjördæmunum en á sama tíma í alþingiskosningunum 2017 höfðu þá 16,22% greitt atkvæði en einungis 12,67% árið 2016. 

Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir ánægjulegt að kjörsóknin sé góð og vonast til að hún nái yfir 80%.

Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði.
Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. mbl.is/Golli

Aldur og prófíll kjósenda hefur margt að segja

Hvað ætli þetta þýði fyrir flokkana?

„Ég held að erfitt sé að rýna í þá þýðingu sem kjörsóknin kann að hafa fyrir flokkana, því við vitum ekki um aldur kjósenda og prófílinn. Maður vonar að öll þessi átök sem ráðist hefur verið í til þess að auka kjörsókn hafi skilað sér.“

Þá segir hún þó vel hægt að gera ráð fyrir að séu yngri kjósendur að skila sér á kjörstað fari kjörsókn yfir 90%.

„Því fleiri sem fara að kjósa þýðir að það dregur úr líkum á að flokkar sem eiga fylgi hjá yngri kjósendum fái ekki þann stuðning sem þeir eiga inni. Ef kjörsóknin verður góð er það auðvitað bara frábært,“ segir hún að endingu.

Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður.
Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Létt yfir fólki á kjörstað

Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, segir kosningarnar fara vel af stað:

„Við sjáum hvernig þetta þróast jafnt og þétt. Ég hef ekki heyrt um nein vandamál sem hafa komið upp. Veðrið er mun betra en búist var við og mér sýnist að það sé bara létt yfir fólki hér niðri þegar það kemur að kjósa,“ segir hún.

Þá hafa borist 8.300 atkvæði utan kjörfundar í Reykjavíkurkjördæmi norður en mbl.is greindi frá því í gær að heilt yfir hefðu um 20% þegar kosið utan kjörfundar.

Erla kynnti blaðamanni tölurnar, sem komu nokkuð á óvart.
Erla kynnti blaðamanni tölurnar, sem komu nokkuð á óvart. mbl.is/Eggert Jóhannesson



mbl.is