Talið aftur í Suðurkjördæmi í kvöld

Alþingiskosningar 2021 | 27. september 2021

Talið aftur í Suðurkjördæmi í kvöld

Öll atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur klukkan 19 í dag. Þetta er niðurstaða fundar yfirkjörstjórnar kjördæmisins, en fjórir stjórnmálaflokkar höfðu óskað eftir endurtalningu. 

Talið aftur í Suðurkjördæmi í kvöld

Alþingiskosningar 2021 | 27. september 2021

Talið verður aftur í Suðurkjördæmi í kvöld.
Talið verður aftur í Suðurkjördæmi í kvöld. mbl.is

Öll atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur klukkan 19 í dag. Þetta er niðurstaða fundar yfirkjörstjórnar kjördæmisins, en fjórir stjórnmálaflokkar höfðu óskað eftir endurtalningu. 

Öll atkvæði í Suðurkjördæmi verða talin aftur klukkan 19 í dag. Þetta er niðurstaða fundar yfirkjörstjórnar kjördæmisins, en fjórir stjórnmálaflokkar höfðu óskað eftir endurtalningu. 

Umboðsmenn stjórnmálaflokkana verða boðaðir á talningarstað, Fjölbrautaskólann á Suðurlandi, klukkan 18:30 og fer talningin fram fyrir opnum tjöldum í samræmi við lög.

Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi, segir að endurtalning hafi ekki verið ákveðin út frá öðru en því að mjótt sé á mununum. Þannig segir hann enga ástæðu til þess að gruna að eitthvað hafi misfarist í talningunni. 

„Í samræmi við fyrri yfirferð teljum við ekki ástæðu til að vefengja vinnu okkar fólks. Miðað við fram komnar athugasemdir, ekki bara hjá okkur heldur öðrum, þá er eðlilegt að eyða öllum vafa með því að ganga þessa leið, umfram lagaskyldu,“ segir Þórir við mbl.is.

mbl.is