Skyldubólusetning ekki rædd

Bólusetningar við Covid-19 | 9. nóvember 2021

Skyldubólusetning ekki rædd

Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins telur ekki að umræða sé í fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði hér á landi að gera bólusetningu starfsfólks gegn kórónuveirunni að skyldu. Hann bendir á að til séu vægari úrræði til að auka öryggi á vinnustöðum, til dæmis skimanir, og bendir á að boðið sé upp á hraðpróf sem gefi góða vísbendingu um það hvort fólk er smitað eða ekki.

Skyldubólusetning ekki rædd

Bólusetningar við Covid-19 | 9. nóvember 2021

Biðröð við Suðurlandsbraut.
Biðröð við Suðurlandsbraut. mbl.is/Unnur Karen

Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins telur ekki að umræða sé í fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði hér á landi að gera bólusetningu starfsfólks gegn kórónuveirunni að skyldu. Hann bendir á að til séu vægari úrræði til að auka öryggi á vinnustöðum, til dæmis skimanir, og bendir á að boðið sé upp á hraðpróf sem gefi góða vísbendingu um það hvort fólk er smitað eða ekki.

Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins telur ekki að umræða sé í fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði hér á landi að gera bólusetningu starfsfólks gegn kórónuveirunni að skyldu. Hann bendir á að til séu vægari úrræði til að auka öryggi á vinnustöðum, til dæmis skimanir, og bendir á að boðið sé upp á hraðpróf sem gefi góða vísbendingu um það hvort fólk er smitað eða ekki.

Skylda í Bandaríkjunum

Bandaríkjastjórn stefnir að því að skylda alla starfsmenn hjá alríkisstjórninni til að láta bólusetja sig. Þessi skylda mun einnig ná til allra heilbrigðisstofnana sem vinna fyrir opinbert sjúkratryggingakerfi landsins. Joe Biden forseti tilkynnti þetta á dögunum og hafa orðið harðar umræður um málið. Þá mun atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna gefa út reglur sem skylda alla vinnustaði þar sem fleiri en hundrað starfa til að tryggja bólusetningu starfsmanna sinna eða sjá til þess að þeir séu skimaðir vikulega vegna Covid-19.

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins, bendir á að staðan á Íslandi sé önnur er í Bandaríkjanum þar sem mun fleiri íbúar þar séu neikvæðir gagnvart bólusetningum en hér.

mbl.is