Kanada byrjar að bólusetja börn

Bólusetningar við Covid-19 | 22. nóvember 2021

Kanada byrjar að bólusetja börn

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Ísrael og nokkrum fleiri ríkjum eru byrjuð að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bólusetning fyrir þennan hóp er ekki hafin á Íslandi.

Kanada byrjar að bólusetja börn

Bólusetningar við Covid-19 | 22. nóvember 2021

Bólusetning 5-11 ára barna er hafin víða um heim.
Bólusetning 5-11 ára barna er hafin víða um heim. AFP

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Ísrael og nokkrum fleiri ríkjum eru byrjuð að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bólusetning fyrir þennan hóp er ekki hafin á Íslandi.

Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Ísrael og nokkrum fleiri ríkjum eru byrjuð að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bólusetning fyrir þennan hóp er ekki hafin á Íslandi.

Kanada heimilaði bólusetningu gegn Covid-19 fyrir börn í þessum aldurshópi á föstudag. Börnin fá bóluefni frá bóluefnaframleiðendunum Pfizer og BioNTech.

„Eftir ítarlega og óháða vísindalega skoðun á þeim gögnum sem liggja fyrir hefur deildin komist að þeirri niðurstöðu að ávinningur bóluefnisins fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára vegi þyngra en áhættan,“ sagði í opinberri yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneyti Kanada.

Gáfu 90% árangur

Ákvörðunin var tekin í kjölfar umsóknar Pfizer og BioNTech, sem lögð var fram 18. október, eftir að hafa framkvæmt klíníska rannsókn á þúsundum barna á þessum aldri.

Bóluefnið reyndist vera meira en 90 prósent árangursríkt við að koma í veg fyrir Covid-19 og komu engar alvarlegar aukaverkanir fram.

Bóluefnið verður skammtað í 10 míkrógrömmum, í stað 30 míkrógramma sem notað er fyrir þá sem eldri eru, og er gefið í tveimur sprautum með þriggja vikna millibili.

Kína, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Kambódía og Kólumbía eru einnig byrjuð að bólusetja börn undir 12 ára aldri, en með bóluefni frá kínverskum framleiðendum.

mbl.is