Fylgjast með þeim sem mismuna óbólusettum

Bólusetningar við Covid-19 | 23. nóvember 2021

Fylgjast með þeim sem mismuna óbólusettum

Samtökin Frelsi og ábyrgð fylgjast með fyrirtækjum og stofnunum sem mismuna óbólusettum. Lögmaður samtakanna, fyrrverandi héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, segir að þau kynnu að láta reyna á það fyrir dómstólum mismuni stjórnvöld óbólusettum með lagasetningu.

Fylgjast með þeim sem mismuna óbólusettum

Bólusetningar við Covid-19 | 23. nóvember 2021

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtökin Frelsi og ábyrgð fylgjast með fyrirtækjum og stofnunum sem mismuna óbólusettum. Lögmaður samtakanna, fyrrverandi héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, segir að þau kynnu að láta reyna á það fyrir dómstólum mismuni stjórnvöld óbólusettum með lagasetningu.

Samtökin Frelsi og ábyrgð fylgjast með fyrirtækjum og stofnunum sem mismuna óbólusettum. Lögmaður samtakanna, fyrrverandi héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, segir að þau kynnu að láta reyna á það fyrir dómstólum mismuni stjórnvöld óbólusettum með lagasetningu.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag.

Þar er haft eftir Arnari að hann myndi ekki draga úr því að fara í mál til að kanna hvort lög eða reglur sem mismuni stæðust stjórnarskrá. Arnar bendir á að hann taki ekki ákvörðun fyrir hönd félagsins, enda sé hann ekki félagsmaður.

Fyrir samtökunum fer Marta Ernstdóttir, fyrrverandi frjálsíþróttakona. Þau hafa verið nokkuð áberandi í umræðu um bólusetningar og hafa spurt út í öryggi bóluefna.

Arnar segir að vinna þurfi út frá þeirri meginreglu að allir séu jafnir fyrir lögum. Hafa þurfi það í huga áður en stjórnvöld leggi til að minnka réttindi eins hóps umfram aðra.

Arnar Þór Jónsson lögmaður.
Arnar Þór Jónsson lögmaður. mbl.is/RAX
mbl.is