Þakkar mótmælendum viðleitnina

Bólusetningar við Covid-19 | 10. janúar 2022

Þakkar mótmælendum viðleitnina

Um tólf hundruð börn á aldrinum fimm til ellefu ára þáðu sinn fyrsta skammt af bóluefni gegn Covid-19 í Laugardalshöll í dag. Engir mótmælendur voru sjáanlegir fyrir utan höllina og gekk framkvæmdin ótrúlega vel. Búist er við fleirum á morgun.

Þakkar mótmælendum viðleitnina

Bólusetningar við Covid-19 | 10. janúar 2022

Bólusetning barna 5-11 ára fór fram í Laugardalshöll í dag.
Bólusetning barna 5-11 ára fór fram í Laugardalshöll í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um tólf hundruð börn á aldrinum fimm til ellefu ára þáðu sinn fyrsta skammt af bóluefni gegn Covid-19 í Laugardalshöll í dag. Engir mótmælendur voru sjáanlegir fyrir utan höllina og gekk framkvæmdin ótrúlega vel. Búist er við fleirum á morgun.

Um tólf hundruð börn á aldrinum fimm til ellefu ára þáðu sinn fyrsta skammt af bóluefni gegn Covid-19 í Laugardalshöll í dag. Engir mótmælendur voru sjáanlegir fyrir utan höllina og gekk framkvæmdin ótrúlega vel. Búist er við fleirum á morgun.

Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Bólusetningar barna hófust á hádegi og mættu um 70% þeirra sem höfðu fengið boð. Að sögn Ragnheiðar var ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta í ljósi þess hve stórt hlutfall af þessum aldurshópi sætir nú einangrun eða sóttkví. Var mætingin langt umfram væntingar heilbrigðisstarfsfólks sem hafði búist við um fimm hundruð börnum.

„Þessar aðstæður virðast vera að virka vel. Við stækkuðum núna því við eigum von á fleiri börnum á morgun. Þetta var bara fyrsti dagurinn í dag þannig við ákváðum að byrja rólega. Ég hef fulla trú á að þetta muni ganga í vikunni.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Enginn sérstakur viðbúnaður vegna mótmælenda

Að sögn Ragnheiðar voru mótmælendur bólusetninga ekki sjáanlegir fyrir utan höllina í dag og kveðst hún afar þakklát.

„Mótmælendur sýndu okkur alla vega þá viðleitni að mæta ekki hér á bólusetningardag og við þökkum fyrir það. Þannig að börnin voru hér alveg óáreitt og gátu komið í bólusetningu.“

Aðspurð segir hún engan sérstakan viðbúnað uppi meðal starfsfólks ef til þess kæmi að mótmælendur skyldu mæta.

„Nei, eins og ég segi, við búumst við því að þau velji sér annan mótmælastað þar sem þau eru ekki að valda börnum kvíða en ef svo er þá er auðvitað tekið á því. Lögreglan skipuleggur það.“

Einn af ræningjunum úr Kardemommubænum í Laugardalshöll.
Einn af ræningjunum úr Kardemommubænum í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ræningjarnir gætu komið aftur

Að sögn Ragnheiðar var stemningin í höllinni góð í dag og ekki skemmdi það fyrir þegar ræningjarnir úr Kardemommubænum mættu til að létta lund barnanna.

„Þeir voru alveg frábærir og mikil gleði sem fylgdi þeim.“

Gestir Laugardalshallar sem mæta í bólusetningu á morgun geta einnig glaðst en að sögn Ragnheiðar er búist við annarri eins heimsókn frá Þjóðleikhúsinu alla þá daga sem bólusett verður í Laugardalnum. Er því aldrei að vita nema ræningjarnir láti aftur sjá sig.

„Við bíðum bara spennt að sjá hver kemur.“

Erfitt að vita hverjir þiggja ekki boð

Í síðustu viku voru áform uppi um að bólusetja börn á höfuðborgarsvæðinu í grunnskólum. Ekki tóku allir foreldrar vel í þá hugmynd og þótti meðal annars áhyggjuefni að það yrði á allra vitorði hverjir það væru sem hefðu þegið bólusetningu og hverjir ekki. Gæti það mögulega leitt til útskúfunar eða eineltis.

Aðspurð segir Ragnheiður núverandi fyrirkomulag koma í veg fyrir að börn séu með yfirsýn yfir það hvaða bekkjarfélagar munu þiggja bóluefnið og hverjir ekki en boðað er í bólusetningar þvert á alla skóla og árganga.

„Það er ekki nokkur leið að sjá það.“

mbl.is