Edda svarar gagnrýni Kára

MeT­oo - #Ég líka | 4. febrúar 2022

Edda svarar gagnrýni Kára

Edda Falak, eig­andi og þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Eig­in kon­ur, furðar sig á ummælum Kára Stefánssonar um Facebook-færslu sína, þar sem hún leitar eft­ir sög­um um ónefnd­an mann sem hún seg­ir vera ger­anda í vændis­kaup­um.

Edda svarar gagnrýni Kára

MeT­oo - #Ég líka | 4. febrúar 2022

Edda Falak.
Edda Falak. mbl.is/Hallur Már

Edda Falak, eig­andi og þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Eig­in kon­ur, furðar sig á ummælum Kára Stefánssonar um Facebook-færslu sína, þar sem hún leitar eft­ir sög­um um ónefnd­an mann sem hún seg­ir vera ger­anda í vændis­kaup­um.

Edda Falak, eig­andi og þátta­stjórn­andi hlaðvarps­ins Eig­in kon­ur, furðar sig á ummælum Kára Stefánssonar um Facebook-færslu sína, þar sem hún leitar eft­ir sög­um um ónefnd­an mann sem hún seg­ir vera ger­anda í vændis­kaup­um.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði í samtali við Vísi í dag Eddu vera að „auglýsa eftir kjaftasögum“.

Að sögn Eddu sé það ekki rétt. Hún auglýsi ekki eftir kjaftasögum heldur hafi hún leitað að aðila sem gæti mögulega haft þekkingu á því sem hún talaði um í færslunni og þolendur gætu þannig fengið stuðning frá hver öðrum.

„Ég skil ekki af hverju hann hefur einhverjar svakalegar áhyggjur af þessu ef hann er hundrað prósent viss um að hann sé ekki maðurinn og ég skil ekki af hverju hann tekur þá ekki reiði sína út á þessum Arnþóri sem sakaði hann um að vera þessi maður sem ég var að tala um,“ segir Edda í samtali við mbl.is.

Komið í veg fyrir að þolendur finni hver annan

Edda segist ekki átta sig á því hvers vegna tiltekin færsla hennar í Facebook-hópnum „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ hafi vakið slíka athygli og verið bendluð við pólitík innan SÁÁ. Það hafi aldrei verið ætlunin með færslunni.

„Arnþór, fyrrverandi formaður, nýtir sér í rauninni mína færslu svona sér til framdráttar og bendlar Kára við þetta í einhverjum tölvupósti sem var sendur til stjórnarinnar án þess að ræða það neitt frekar við mig og segist hafa heimildir fyrir því að þetta sé Kári.“

Í kjölfarið hafi Þóra og Kári sagt af sér úr aðal­stjórn SÁÁ.

„Svo gefur Frosti Logason út einhverja yfirlýsingu um það að ég hafi staðfest eitthvað. Ég í rauninni vildi ekkert vera sett í einhverja stöðu að vera að svara já eða nei, af því að ég er bundin trúnaði.“

Edda segir fjölmargar konur hafa leitað til sín í kjölfar Facebook-færslunnar, þá hafi margir menn verið nefndir á nafn en oftar en ekki sömu nöfnin nokkrum sinnum.

„Mér finnst þetta ótrúlega sérstakt af því að er eins og það sé alltaf verið að tala um nornaveiðar eða auglýsa eftir kjaftasögum, það er eins og þeir vilji einhvern veginn ekki að þolendur viti af hver öðrum.

Þú megir ekki finna einhvern sem lenti í því sama og þú og finna stuðning frá þeim aðila,“ segir Edda.

Margir séu greinilega að svitna

Edda segir marga karlmenn hafa sent sér skilaboð þar sem þeir segjast ekki vera maðurinn sem hún talar um. Að hennar sögn megi setja spurningarmerki við slík skilaboð.

„Af hverju heldurðu að ég sé að tala um þig og af hverju finnurðu þig knúinn til þess að sanna fyrir mér að þú sért ekki maðurinn,“ segir Edda og bendir á að það sé nokkuð furðulegt, hafi fólk ekkert að fela.

Ég skil ekki af hverju það er svona ótrúlega mikil reiði gagnvart því að ég sé að hvetja stelpur til þess að segja frá vegna þess að það segir mér svo mikið að það eru greinilega margir þarna sem eru að svitna heima hjá sér.“

mbl.is