„Ég stóð brotin eftir að hafa hætt“

Heilsurækt | 5. mars 2022

„Ég stóð brotin eftir að hafa hætt“

Sabrína Lind Adolfsdóttir hjálpar konum að ná hlaupamarkmiðum sínum. Sabrína sem býr í Svíþjóð starfar sem fjarþjálfari en fyrir nokkrum árum gerði hún ekki ráð fyrir að starfa sem hlaupaþjálfari. Hún fann köllun sína þegar hún reyndi að fylla ákveðið tómarúm eftir að hún hætti í fótbolta. 

„Ég stóð brotin eftir að hafa hætt“

Heilsurækt | 5. mars 2022

Sabrína Lind Adolfsdóttir fann sína köllun þegar hún byrjaði að …
Sabrína Lind Adolfsdóttir fann sína köllun þegar hún byrjaði að hlaupa. Ljósmynd/Þórey Helga

Sabrína Lind Adolfsdóttir hjálpar konum að ná hlaupamarkmiðum sínum. Sabrína sem býr í Svíþjóð starfar sem fjarþjálfari en fyrir nokkrum árum gerði hún ekki ráð fyrir að starfa sem hlaupaþjálfari. Hún fann köllun sína þegar hún reyndi að fylla ákveðið tómarúm eftir að hún hætti í fótbolta. 

Sabrína Lind Adolfsdóttir hjálpar konum að ná hlaupamarkmiðum sínum. Sabrína sem býr í Svíþjóð starfar sem fjarþjálfari en fyrir nokkrum árum gerði hún ekki ráð fyrir að starfa sem hlaupaþjálfari. Hún fann köllun sína þegar hún reyndi að fylla ákveðið tómarúm eftir að hún hætti í fótbolta. 

„Að hreyfa mig gefur mér sjálfstraust, orku, frelsistilfinningu og vímutilfinningu sem er kölluð „runners high“. Ég sver, ég hélt það væri ekki til fyrr en ég prufaði,“ segir Sabrína þegar hún er spurð hvað hún fær út úr því að hreyfa sig. Sumum finnst leiðinlegt að hlaupa. Sabrína var á sama máli áður en hún gaf hlaupum alvöru séns en í dag finnst henni aldrei leiðinlegt að hlaupa. 

Sabrína var í fótbolta áður en hún snéri sér að hlaupum. Hún segist hafa hætt í fótboltanum þegar hún fann að hún var ekki lengur í fótboltanum fyrir sjálfa sig. Það tók hana tíma að finna réttu íþróttina eftir að hún hætti í boltanum. „Mér fannst ég finna rosalega fyrir þessu tómarúmi, ég stóð brotin eftir að hafa hætt. Ég hafði ekkert sjálfstraust á neinu öðru sviði en í fótbolta þar sem ég lagði ekki áherslu á neitt annað. Fyrstu árin eftir það fór ég svolítið í að prufa mig áfram á ýmsum sviðum en ekkert heillaði. Ég endaði með að ég fann kjarkinn til að prufa að hlaupa sem mig hafði alltaf langað til að prufa.“

Ætlaði aldrei að verða þjálfari

Hún skráði sig í einkaþjálfaranám til þess að finna réttu hreyfinguna sem hentaði sér vegna þess hversu týnd eftir að hafa hætt í boltanum. „Ég man ég hugsaði allan tímann, ég ætla aldrei að verða þjálfari það var eitthvað sem heillaði mig ekki neitt en svo óvart leiddist ég út í það að þjálfa og ég bara gæti ekki verið glaðari með það.“

Það er gott að byrja hlaupa hægt.
Það er gott að byrja hlaupa hægt. Ljósmynd/Þórey Helga

Sabrína einbeitir sér að þjálfun undir nafninu Run With Sabrina. Hún segir sjálfstraust sitt hafa aukist á undanförnum árum og starfar aðeins við þjálfun í dag. Hún er mjög stolt af sjálfri sér fyrir að hafa tekið stökkið. 

„Ég var með hnút í maganum í hverjum mánuði ég hugsaði alltaf: „Jæja ég fæ enga viðskiptavini núna.“ Svo gekk það alltaf vel, ég sagði þetta í hverjum einasta mánuði. Efasemdir, hræðsla og stolt eru kannski þrjú orð sem ég myndi lýsa þessu tímabili vel. Stolt að hafa stigið eitt skref í átt að draumnum mínum, efasemdir um að þetta muni ekki ganga, hræðsla um hvernig fólk tekur í þetta og fæ ég laun eða ekki? Fyrsta skrefið er klárlega að hætta að hugsa um hvað öðrum finnst um það sem þú ert að gera og hlusta alltaf 100% á innsæið. Þá byrja hlutirnir að gerast.“

Byrjaðu hægt

„Galdurinn á bak við hlaupin er að ef þig langar að vera góð í að hlaupa þá mæli ég með að æfa þig að hlaupa hægt, já ég sagði hægt. Ég mæli með að byrja á því að geta hlaupið hægt og svo fer það eftir hver þín markmið eru. Til dæmis er „interval-þjálfun“ frábær leið til að bæta hraða, styrktaræfingar eru lykilatriði til þess að verða betri. Að vera góð í að hlaupa snýst alls ekki um að hlaupa bara stanslaust, styrkur hefur mikið að segja,“ segir Sabrína. 

Sabrína lærði einkaþjálfun þegar hún hætti í fótbolta.
Sabrína lærði einkaþjálfun þegar hún hætti í fótbolta. Ljósmynd/Þórey Helga

Eru hlaup fyrir alla?

„Hlaup eru alls ekki fyrir alla, það er bara svo margt sem getur komið í veg fyrir að þú getir hlaupið bara eins og ákveðin meiðsli sem spretta alltaf upp við hlaup ég myndi alltaf ef þú ert með sjúkdóma eða meiðsli sem hafa gert vart við sig í langan tíma að kíkja á lækni áður en þú byrjar.“

Útihlaup eða hlaupabretti?

„Útihlaup allan daginn! Að hlaupa í fallegri náttúru með tónlist í eyrunum og enga bíla í kring er í uppáhaldi hjá mér.“



mbl.is