Réttarhöldin yfir Giggs hófust í dag

MeT­oo - #Ég líka | 8. ágúst 2022

Réttarhöldin yfir Giggs hófust í dag

Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sat í dag réttarhöld vegna meints heimilisofbeldis og misnotkunar á fyrrverandi kærustu hans, Kate Greville, á meðan sambandi þeirra stóð.

Réttarhöldin yfir Giggs hófust í dag

MeT­oo - #Ég líka | 8. ágúst 2022

Er Giggs gert að sök að hafa meðal annars ráðist …
Er Giggs gert að sök að hafa meðal annars ráðist á fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville. AFP

Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sat í dag réttarhöld vegna meints heimilisofbeldis og misnotkunar á fyrrverandi kærustu hans, Kate Greville, á meðan sambandi þeirra stóð.

Ryan Giggs, fyrrverandi leikmaður Manchester United, sat í dag réttarhöld vegna meints heimilisofbeldis og misnotkunar á fyrrverandi kærustu hans, Kate Greville, á meðan sambandi þeirra stóð.

Gæti hinn 48 ára gamli Giggs, sem þar til nýlega var þjálfari velska landsliðsins, átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm verði hann sakfelldur í öllum ákæruliðum. Giggs hefur neitað öllum ásökunum.

Réttarhöldin hófust í morgun við krúnudómstólinn í Manchester. Yfirdómarinn, Hilary Manley, sagði að gert væri ráð fyrir að réttarhöld vegna málsins stæðu yfir næstu tvær vikurnar.

„Ógnandi og stjórnandi hegðun“

Giggs er ákærður fyrir að hafa ráðist á Greville og valdið henni líkamlegu tjóni þann 1. nóvember 2020. Var lögregla kölluð á heimili hans í Manchester í kjölfarið.

Þá er knattspyrnumaðurinn einnig ákærður fyrir líkamsárás á yngri systur Greville, Emmu, sama dag.

Er honum einnig gert að sök að hafa sýnt ógnandi og stjórnandi hegðun gagnvart Kate í gegnum samband þeirra sem hófst árið 2017 og endaði með meintri líkamsárás.

Ryan Giggs lék lengi vel með Manchester United og vann …
Ryan Giggs lék lengi vel með Manchester United og vann með þeim 13 titla. Ian Hodgson
mbl.is