Útlandaferðir sem setja þig ekki á hausinn í haust

Borgarferðir | 8. október 2022

Útlandaferðir sem setja þig ekki á hausinn í haust

Þegar næsti frídagur er ekki fyrr en um jólin þýðir ekki annað en að skella sér erlendis í stutta haustferð. Að taka beint flug út í heim í nokkra daga getur haft gríðarlega góð áhrif á geðheilsuna. Svo ferðin fari ekki illa með fjárhaginn er sniðugt að velja áfangastað sem fer vel með budduna. 

Útlandaferðir sem setja þig ekki á hausinn í haust

Borgarferðir | 8. október 2022

Hvert ætlar þú í helgarferð í haust?
Hvert ætlar þú í helgarferð í haust? Samsett mynd

Þegar næsti frídagur er ekki fyrr en um jólin þýðir ekki annað en að skella sér erlendis í stutta haustferð. Að taka beint flug út í heim í nokkra daga getur haft gríðarlega góð áhrif á geðheilsuna. Svo ferðin fari ekki illa með fjárhaginn er sniðugt að velja áfangastað sem fer vel með budduna. 

Þegar næsti frídagur er ekki fyrr en um jólin þýðir ekki annað en að skella sér erlendis í stutta haustferð. Að taka beint flug út í heim í nokkra daga getur haft gríðarlega góð áhrif á geðheilsuna. Svo ferðin fari ekki illa með fjárhaginn er sniðugt að velja áfangastað sem fer vel með budduna. 

Gdansk

Hagstæð helgarferð? Gdansk í Póllandi er svarið. Gdansk er mikil menningarborg og er tilvalin fyrir alla sem hafa áhuga á fallegum borgum. Í borginni er líka hægt að versla og gleyma sér í skemmtilegum verslunum. Fyrir utan mat og drykk á hagstæðu verði í borginni er sniðugt að láta það eftir sér að fara í nudd eða annað dekur. Það er líka hægt að skreyta líkamann fyrir litla summu, húðflúr kostar ekki mikið og bótox kostar heldur ekki mikið. 

Ljósmynd/Unslpash.com/Vitaliy Gavrushchencko

Búdapest

Búdapest er gríðarlega falleg og þar er hægt ganga um og njóta fallegra bygginga í heila helgi. Ekki er hægt að sleppa því að fara til Búdapest að kíkja í heitu böðin þeirra. Þyrstir ferðalangar ættu auðveldlega að geta svalað þorstanum en áfengir drykkir eru sérstaklega ódýrir í borginni. Eftir smá drykkju og dans á næturklúbbi er hægt að taka leigubíl heim sem kostar ekki hálfan handleginn. Heimildir ferðavefs mbl.is herma að leigubílarnir í Búdapest séu svo ódýrir að fólk fái nánast borgað fyrir að ferðast með þeim. Blaðamaður selur þessa fullyrðingu þó ekki dýrari en hann keypti hana. 

Ljósmynd/Unslpash.com/Ervin Lukacs

Liverpool

Play er að hefja beint flug til Bítlaborgarinnar en þar er hægt að gera svo ótalmargt annað en að horfa á menn í stuttbuxum elta bolta. Borgin er stútfull af menningu. Hún er líka tilvalin fyrir alla þá sem elska Lundúnir en tíma ekki að skella sér þangað – svo eru ríkisfjármálin í Bretlandi í ekkert sérstaklega góðum málum þessa dagana sem kemur sér vel fyrir Íslendinga sem ætla kaupa jólagjafirnar snemma í ár í Primark. Best er auðvitað að byrja daginn á hefðbundnum breskum morgunmat með öllu tilheyrandi og skella sér svo á krá í hádeginu og svolgra í sig einum stórum og ódýrum bjór. 

Bítlaborgin Liverpool.
Bítlaborgin Liverpool. Ljósmynd/Unsplash.com/Conor Samuel

Napólí

Napólí á Ítalíu hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga á undanförnu ári. Má þar vafalaust þakka lággjaldaflugfélaginu Wizz. Fargjaldið er svo ódýrt að það margborgar sig að fara í skreppitúr í borgina þar sem Maradonna er í guðatölu. Einhverjum kann að finnast heimaborg flatbökunnar skítug en það venst eins og annað. Það er óþarfi að bóka borð á fínum pizzastað þar sem pizzur á næsta götuhorni sem borðaðar eru úti á götu eru betri en fínasta nautasteik. Til þess að gera Napólí að enn fýsilegri kosti í haust er vert að taka það fram að hitastigið í október er nokkuð notalegt. 

Ljósmynd/Unsplash.com/Aliya Izumi
mbl.is