Íslandsbanki hækkar vexti

Vextir á Íslandi | 17. febrúar 2023

Íslandsbanki hækkar vexti

Vextir Íslandsbanka taka breytingum 20.febrúar í kjölfarið af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans.  Hækka tegundir vaxta bankans um 0,5%. Vextir bílalána Ergo breytast 24. febrúar en breytilegir vextir húsnæðislána 1. mars.  

Íslandsbanki hækkar vexti

Vextir á Íslandi | 17. febrúar 2023

Íslandsbanki.
Íslandsbanki. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vextir Íslandsbanka taka breytingum 20.febrúar í kjölfarið af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans.  Hækka tegundir vaxta bankans um 0,5%. Vextir bílalána Ergo breytast 24. febrúar en breytilegir vextir húsnæðislána 1. mars.  

Vextir Íslandsbanka taka breytingum 20.febrúar í kjölfarið af stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans.  Hækka tegundir vaxta bankans um 0,5%. Vextir bílalána Ergo breytast 24. febrúar en breytilegir vextir húsnæðislána 1. mars.  

„Rétt er að vekja athygli á því að í skilmálum óverðtryggðra húsnæðislána með breytilegum vöxtum sem veitt voru á tilgreindu tímabili á árunum 2012 til 2021, eru ákvæði sem heimila viðskiptavinum að sækja um vaxtagreiðsluþak.  

Vaxtabreytingarnar eru eftirfarandi: 

Vextir á óverðtryggðum innlánsreikningum hækka um 0,50 prósentustig.  

Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hækka um 0,50 prósentustig.  

Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir hækka um 0,50 prósentustig. 

Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og vextir bílalána og bílasamninga hækka um 0,50 prósentustig. 

Yfirdráttarvextir einstaklinga og fyrirtækja hækka um 0,50 prósentustig. 

 Breytingar á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við skilmála þeirra og tilkynningar þar að lútandi. 

 Breytingar á óverðtryggðum breytilegum vöxtum húsnæðislána taka gildi þann 1. mars næstkomandi,“ segir í tilkynningu frá bankanum. 

mbl.is