Svakalegar Baileys bollur fyrir sælkera

Uppskriftir | 18. febrúar 2023

Svakalegar Baileys bollur fyrir sælkera

„Stundum má gera eitthvað sem er bara fullorðins og þessar bollur eru það svo sannarlega. Dökkt súkkulaði og baileys – Fullkomin blanda. Svo er hægt að nostra við og rista smá möndlur til að toppa bollurnar algjörlega. Hvað segið þið með þessar?“ segir Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlur og smjör um þessar dýrindis bollur sem eru sérhannaðar fyrir sælkera.

Svakalegar Baileys bollur fyrir sælkera

Uppskriftir | 18. febrúar 2023

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

„Stundum má gera eitthvað sem er bara fullorðins og þessar bollur eru það svo sannarlega. Dökkt súkkulaði og baileys – Fullkomin blanda. Svo er hægt að nostra við og rista smá möndlur til að toppa bollurnar algjörlega. Hvað segið þið með þessar?“ segir Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlur og smjör um þessar dýrindis bollur sem eru sérhannaðar fyrir sælkera.

„Stundum má gera eitthvað sem er bara fullorðins og þessar bollur eru það svo sannarlega. Dökkt súkkulaði og baileys – Fullkomin blanda. Svo er hægt að nostra við og rista smá möndlur til að toppa bollurnar algjörlega. Hvað segið þið með þessar?“ segir Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir á Döðlur og smjör um þessar dýrindis bollur sem eru sérhannaðar fyrir sælkera.

Súkkulaði Baileys bollur fyrir sælkera

Vatnsdeigsbollur

  • 250 ml vatn
  • 125 g smjör
  • 125 g hveiti
  • 4 egg

Stillið ofn á 180°c. Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna. Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi, kælið deigið örlítið. Setjið deigið í hrærivélarskál og bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið deigið þá í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu, eða notið tvær teskeiðar til setja deigið á plötuna. Bakið í 18-20 mínútur.  Ef þið viljið hafa bollurnar stærri þá er tíminn aukinn í samræmi við það.

Sykurristaðar möndlur (má sleppa)

  • 50 g möndlur
  • 2 msk. sykur
  • 1 msk. vatn

Setjið á pönnu á miðlungshita og leyfið að sykrinum að bráðna og hjúpa sig utan um möndlurnar, tekur u.þ.b 10 mín.

Súkkulaði fylling

  • 200 g Síríus Barón súkkulaði 56% með núggatín möndlum og sjávarsalti
  • 100 ml Baileys líkjör
  • 100 ml rjómi
  • 200 ml rjómi, þeyttur
  • 1-2 bananar

Brjótið súkkulaðið í bita og setjið í skál ásamt Baileys og 100 ml af rjóma. Bræðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði. Takið u.þ.b. 100 ml frá og setjið í aðra skál.

Þeytið þá rjóma og blandið varlega saman við súkkulaðiblönduna, setjið inn í ísskáp og kælið í 5-10 mín.

Skerið bollurnar í tvennt og dýfið efri partinum ofan í súkkulaðið sem þið settuð í skál til hliðar. Saxið síðan niður nokkrar möndlur og dreifið yfir súkkulaðið.

Takið súkkulaðifyllinguna úr kæli og setjið í sprautupoka eða notið tvær skeiðar. Skerið bananann í sneiðar og dreifið yfir bollu botnana og sprautið síðan súkkulaðifyllingu yfir banana. Lokið bollunum og berið fram.

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
mbl.is