Draumaeignin fyrir þá sem elska að fara í bað

Heimili | 22. febrúar 2023

Draumaeignin fyrir þá sem elska að fara í bað

Í Cumbria á norðvestur-Englandi leynist sjarmerandi eign umkringd fallegri náttúru. Eignin er sannkallað himnaríki fyrir baðunnendur, en hún býður upp á hvorki meira né minna en fimm guðdómleg frístandandi baðkör og 12 manna heitan pott í bakgarðinum. 

Draumaeignin fyrir þá sem elska að fara í bað

Heimili | 22. febrúar 2023

Samsett mynd

Í Cumbria á norðvestur-Englandi leynist sjarmerandi eign umkringd fallegri náttúru. Eignin er sannkallað himnaríki fyrir baðunnendur, en hún býður upp á hvorki meira né minna en fimm guðdómleg frístandandi baðkör og 12 manna heitan pott í bakgarðinum. 

Í Cumbria á norðvestur-Englandi leynist sjarmerandi eign umkringd fallegri náttúru. Eignin er sannkallað himnaríki fyrir baðunnendur, en hún býður upp á hvorki meira né minna en fimm guðdómleg frístandandi baðkör og 12 manna heitan pott í bakgarðinum. 

Eignin státar af níu svefnherbergjum og sjö baðherbergjum. Það sem vekur sérstaka athygli er úrvalið af frístandandi baðkörum, en hvert baðherbergi hefur einstakan stíl og mikinn sjarma og því ættu allir að geta fundið baðkar við sitt hæfi. 

Hvert rými með sinn karakter

Á fyrsta baðherberginu er stílhreint frístandandi baðkar sem finnst á mörgum íslenskum heimilum í dag. Falleg krómuð blöndunartæki tóna vel við ljósgrænan viðarpanelinn, en rýmið er í senn bjart og glaðlegt. 

Ljósmynd/airbnb.com

Næsta baðherbergi er hins vegar allt öðruvísi. Þar stendur tignarlegt baðkar sem er svart að utan en koparlitað að innan á parketlögðu gólfi við háa franska glugga. Rýmið hefur sterkan karakter, en umhverfis baðkarið má sjá afar falleg blóm sem færa rýminu meiri mýkt og hlýju. 

Ljósmynd/airbnb.com

Falleg blöndunartæki setja punktinn yfir i-ið

Sama baðkar prýðir þriðja baðherbergið, en í þetta sinn er umhverfið heldur nútímalegra. Svartar flísar setja sterkan svip á rýmið, en til móts við flísarnar hefur skemmtilegu ljósgráu veggfóðri verið komið fyrir. 

Ljósmynd/airbnb.com

Á síðustu tveimur baðherbergjunum er yfirbragðið heldur léttara, en þar má annars vegar finna bleikt baðkar og hins vegar blátt baðkar. Við bæði baðkörin eru falleg krómuð og hvít blöndunartæki sem búa til rómantíska stemningu. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is