„Alltaf jafn gaman og eftirminnilegt að ferðast um Asíu“

Íslendingar í útlöndum | 12. mars 2023

„Alltaf jafn gaman og eftirminnilegt að ferðast um Asíu“

Hin 23 ára gamla Selma Eir Hilmarsdóttir er búsett í Martin í Slóvakíu þar sem hún stundar nám í læknisfræði. Selma veit fátt betra en að ferðast með fjölskyldu sinni og vinum, en hún hefur ferðast víðsvegar um heiminn og er dugleg að deila fallegum myndum frá ferðalögum sínum á samfélagsmiðlum. 

„Alltaf jafn gaman og eftirminnilegt að ferðast um Asíu“

Íslendingar í útlöndum | 12. mars 2023

Selma Eir Hilmarsdóttir er 23 ára Vesturbæingur sem elskar að …
Selma Eir Hilmarsdóttir er 23 ára Vesturbæingur sem elskar að ferðast.

Hin 23 ára gamla Selma Eir Hilmarsdóttir er búsett í Martin í Slóvakíu þar sem hún stundar nám í læknisfræði. Selma veit fátt betra en að ferðast með fjölskyldu sinni og vinum, en hún hefur ferðast víðsvegar um heiminn og er dugleg að deila fallegum myndum frá ferðalögum sínum á samfélagsmiðlum. 

Hin 23 ára gamla Selma Eir Hilmarsdóttir er búsett í Martin í Slóvakíu þar sem hún stundar nám í læknisfræði. Selma veit fátt betra en að ferðast með fjölskyldu sinni og vinum, en hún hefur ferðast víðsvegar um heiminn og er dugleg að deila fallegum myndum frá ferðalögum sínum á samfélagsmiðlum. 

Selma flutti til Slóvakíu fyrir þremur árum. Hún segir það hafa tekið smá tíma til að byrja með að venjast tilhugsuninni um að ætla að búa þar í þau sex ár sem námið tekur. Í dag er hún þó afar lukkuleg í Martin og nýtir frítímann á milli prófa og lærdóms í skemmtileg ferðalög. 

Við fengum að skyggnast inn í líf Selmu sem sagði okkur frá náminu, félagslífinu og uppáhaldsferðalögunum. 

Selma ásamt vinkonum sínum Fanneyju, Selmu, Lilju og Valdísi í …
Selma ásamt vinkonum sínum Fanneyju, Selmu, Lilju og Valdísi í Martin.

 Til hvaða landa hefur þú ferðast?

„Ég hef verið svo lánsöm að fá að ferðast með foreldrum mínum út um allan heim. Eitt það skemmtilegasta sem við fjölskyldan gerum er að ferðast saman og ég hef notið góðs af því. Við höfum farið víða en þar má nefna Afríku, Asíu, Evrópu, Mið- og Norður-Ameríku.“

Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið?

„Mér finnst mjög erfitt að gera upp á milli ferða þar sem það er alltaf eitthvað sérstakt við hverja ferð, en mér finnst þó alltaf jafn gaman og eftirminnilegt að ferðast um Asíu. Ég hef komið þangað nokkrum sinnum með foreldrum mínum, en í eitt skipti fór ég með kærasta mínum þar sem við flökkuðum á milli Víetnam, Taílands og Laos.

„Það var ótrúlega gaman þar sem við höfðum í raun …
„Það var ótrúlega gaman þar sem við höfðum í raun bara keypt flug fram og til baka en ekki planað alla ferðina. Það bauð upp á sveigjanleika þegar við vildum vera lengur á ákveðnum stöðum.“

Ég verð þó líka að minnast á siglingar sem við fjölskyldan höfum farið í, bæði í Grikklandi og Taílandi. Pabbi minn er með pungapróf og hefur mikinn áhuga á siglingum. Þessar ferðir hafa verið mjög eftirminnilegar með mörgum skrautlegum uppákomum sem hafa get þær einstaklega skemmtilegar.“

Foreldrar Selmu, þau Hilmar og Rannveig, á Ítalíu í siglingu.
Foreldrar Selmu, þau Hilmar og Rannveig, á Ítalíu í siglingu.

Hver er uppáhaldsborgin þín í Evrópu?

„Þrátt fyrir að hafa ferðast víða í Evrópu verð ég að segja að það sé Kaupmannahöfn. Ég á mikið af góðum minningum þaðan með kærasta mínum sem bjó þar í tæp tvö ár. Þar að auki hef ég mikinn áhuga á tísku og þykir götutískan í Köben alltaf jafn flott. Ég og kærasti minn eigum einnig góða vini þar sem er alltaf gaman að heimsækja.“

En utan Evrópu?

„Við förum reglulega til Miami í Flórída sem er klárlega í mestu uppáhaldi. Það sem mér finnst sjarmerandi við Miami er hvað hún bíður upp á mismunandi menningu á litlu svæði ásamt góðu veðri.“

Selma ásamt kærasta sínum, Páli, í Miami.
Selma ásamt kærasta sínum, Páli, í Miami.

Hvernig ferðalögum ert þú hrifnust af?

„Við fjölskyldan erum mikið skíðafólk og höfum farið í skíðaferðir bæði í Evrópu og til Bandaríkjanna. Skíðafríin eru í miklu uppáhaldi hjá mér – full dagskrá allan daginn á skíðum og svo kósí á kvöldin.

Fríin þar sem við erum að sigla eru líka ótrúlega skemmtileg. Mér hefur aldrei liðið illa úti á sjó og finnst ekkert skemmtilegra en að gera hoppað í sjóinn allan daginn.“

„Þessi frí einkennast af því að maður er upptekinn við …
„Þessi frí einkennast af því að maður er upptekinn við að skíða eða sigla og þarf þannig ekki að vera að velta því fyrir sér hvað eigi að gera á daginn,“ segir Selma. Hér er hún ásamt Páli í skíðaferð í Kitzbuhel, Austurríki.

Hvernig er að búa í Slóvakíu?

„Slóvakía er mjög ólík Íslandi. Þrátt fyrir að vera mjög heimakær líður mér ótrúlega vel hérna. Ég var lánsöm með að flytja út með mörgum af góðum vinkonum mínum. Svo bý ég með bestu vinkonu minni hérna úti, sem heitir einmitt líka Selma. 

Það kom mér á óvart hvað maður kynnist krökkunum vel hérna úti og hvað tengingin verður mikil og náin. Það er aldrei dauð stund með þeim og okkur dettur alltaf eitthvað skemmtilegt í hug. Flesta föstudaga hittumst við og förum niður í bæ, en þar sem allri vikunni er eytt við skrifborðið er mikilvægt að brjóta vikuna upp og gera eitthvað skemmtilegt. 

Við erum einnig dugleg að skjótast í helgarferðir, annað hvort til Búdapest, Vínar eða Prag. Þessar borgir eru í nágrenni við Martin og ferðamátinn er einstaklega þægilegur. Í haust, áður en skólinn byrjaði, ákváðum við einnig að fara til Króatíu öll saman sem var ógleymanlegt.“

Selma ásamt vinkonum sínum, Selmu björk og Valdísi Hörpu í …
Selma ásamt vinkonum sínum, Selmu björk og Valdísi Hörpu í Króatíu.

Hvernig er háskólasvæðið?

„Martin er lítill bær í Slóvakíu, en þar búa um 50 þúsund manns. Það er engin heimavist eða skólasvæði, en bærinn er frekar lítill sem er þægilegt þar sem maður labbar nánast allt. Þar að auki búa flestar vinkonur mínar í sömu blokk og ég, eða í nágrenninu.“

Hvernig er félagslífið í skólanum?

„Félagslífið er mjög skemmtilegt. Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu, eða FÍLS, sér um helstu viðburði og ferðir.“

„Skíðaferðin og árshátíðin hafa staðið upp úr, en svo eru …
„Skíðaferðin og árshátíðin hafa staðið upp úr, en svo eru þau einnig með fleiri minni viðburði sem eru líka ótrúlega fjölbreyttir og skemmtilegir.“

Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi þínu í Martin?

„Ég vakna klukkan 9:00 og byrja að læra eða fer í tíma. Ég læri oftast til klukkan 17:00 með stelpunum og hendist þá í ræktina. Þegar ég kem heim klára ég að borða og við lesum saman í 2 - 3 klukkustundir í viðbót áður en við förum í háttinn. 

Þetta hljómar verr en þetta er í raun og veru. Vikan líður mjög hratt og áður en maður veit af er komin helgi, en þær eru oftast mjög skemmtilegar. Svo koma auðvitað tímabil þar sem ég læri töluvert minna, en í lokaprófum sit ég stundum við skrifborðið að lesa í 12 - 14 klukkustundir á dag, sem getur tekið á.“

Hvert dreymir þig um að fara?

„Mig dreymir um að fara til Japan og Ástralíu.“

Selma alsæl í sólinni á Sikiley, Ítalíu.
Selma alsæl í sólinni á Sikiley, Ítalíu.
mbl.is