Katrín vonast eftir Selenskí

Úkraína | 17. mars 2023

Katrín vonast eftir Selenskí

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að heimsókn sín til Úkraínu hafi haft mikil áhrif á sig, hjá því fari ekki þegar komið er inn í land, sem verst innrás og allt mannlífið litast af því. Hún segir það sitja í sér.

Katrín vonast eftir Selenskí

Úkraína | 17. mars 2023

Katrín Jakobsdóttir í Dagmálum.
Katrín Jakobsdóttir í Dagmálum. mbl.is/Hallur Már

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að heimsókn sín til Úkraínu hafi haft mikil áhrif á sig, hjá því fari ekki þegar komið er inn í land, sem verst innrás og allt mannlífið litast af því. Hún segir það sitja í sér.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að heimsókn sín til Úkraínu hafi haft mikil áhrif á sig, hjá því fari ekki þegar komið er inn í land, sem verst innrás og allt mannlífið litast af því. Hún segir það sitja í sér.

Þetta er meðal þess, sem fram kemur í viðtali Dagmála við ráðherrann í dag, en streymi Morgunblaðsins er opið öllum áskrifendum.

Katrín kom til Úkraínu á þriðjudag, ekki aðeins til þess að sýna Úkraínumönnum samstöðu, heldur átti hún erindi við Volodimír Selenskí Úkraínuforseta vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins, sem fram fer hér á landi um miðjan maí.

Hún kveðst vona að Selenskí komi á fundinn, en allt of snemmt sé að segja til um það. Katrín minnir þó á að Selenskí fari mjög lítið úr landi, enda nægu að sinna á heimavígstöðvunum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is