Hlýlegt heimili með útsýni yfir tjörnina

Heimili | 26. mars 2023

Hlýlegt heimili með útsýni yfir tjörnina

Við Lækjargötu í Hafnarfirði er að finna hlýlega 87 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1990. Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta þar sem mildir jarðtónar eru í aðalhlutverki. 

Hlýlegt heimili með útsýni yfir tjörnina

Heimili | 26. mars 2023

Fallegt málverk eftir listamanninn Steingrím Gauta gefur eigninni mikinn glæsibrag.
Fallegt málverk eftir listamanninn Steingrím Gauta gefur eigninni mikinn glæsibrag. Samsett mynd

Við Lækjargötu í Hafnarfirði er að finna hlýlega 87 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1990. Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta þar sem mildir jarðtónar eru í aðalhlutverki. 

Við Lækjargötu í Hafnarfirði er að finna hlýlega 87 fm íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem reist var árið 1990. Eignin hefur verið innréttuð á fallegan máta þar sem mildir jarðtónar eru í aðalhlutverki. 

Eldhús, borðstofa og stofa eru samliggjandi í björtu alrými. Grá eldhúsinnrétting tónar fallega við hlýlegan lit sem prýðir veggina. Einfaldleikinn ræður ríkjum í borðstofunni þar sem fallegur vasi frá danska hönnunarmerkinu 101 Copenhagen og þurrkuð strá fanga augað. 

Fallegt listaverk og klassískt hönnunarljós

Í stofunni vekur stórt málverk eftir listamanninn Steingrím Gauta strax athygli. Fyrir framan málverkið má sjá PH 80 gólflampa, hönnun hins danska Poul Henningsen fyrir Louis Poulsen. Þá gefur græni liturinn á sófanum rýminu hlýlega stemningu. 

Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í íbúðinni. Í báðum svefnherbergjum má sjá hvernig nýta má málningu til að skapa notalegt andrúmsloft, en veggirnir hafa verið málaðir að hluta í hlýlegum brúnum tón.

Sjá á fasteignavef mbl.is: Lækjargata 34

mbl.is