Verður Katrín með kórónu?

Kóngafólk | 5. maí 2023

Verður Katrín með kórónu?

Miklar vangaveltur hafa verið í aðdraganda krýningar Karls kóngs um hvort Katrín prinsessa af Wales verði með kórónu við tilefnið eða ekki. Nú herma heimildir að kannski skarti hún blómsveig frekar en hefðbundna kórónu.

Verður Katrín með kórónu?

Kóngafólk | 5. maí 2023

Katrín með Lovers Knot kórónuna árið 2022.
Katrín með Lovers Knot kórónuna árið 2022. AFP

Miklar vangaveltur hafa verið í aðdraganda krýningar Karls kóngs um hvort Katrín prinsessa af Wales verði með kórónu við tilefnið eða ekki. Nú herma heimildir að kannski skarti hún blómsveig frekar en hefðbundna kórónu.

Miklar vangaveltur hafa verið í aðdraganda krýningar Karls kóngs um hvort Katrín prinsessa af Wales verði með kórónu við tilefnið eða ekki. Nú herma heimildir að kannski skarti hún blómsveig frekar en hefðbundna kórónu.

Ekkert er staðfest en þetta gæti verið í takt við áherslur kóngsins um að nútímavæða krúnuna og á sama tíma í takt við áherslur hans um látleysi og sjálfbærni.

Kamilla drottning er nú þegar að brjóta hefðir með því að nota kórónu frá Mary drottningu, eiginkonu Georgs V. og langömmu Karls kóngs, frekar en að láta útbúa eigin kórónu.

Voru líka svipaðar sögur fyrir brúðkaupið

Katrín hefur í gegnum árin notað þrjár kórónur við þrettán viðburði. Fyrst þegar hún giftist Vilhjálmi prins en þá bar hún Cartier Halo-kórónuna. Svo hefur hún notað Lotus Flower-kórónuna og Lovers Knot-kórónuna sem var í miklu uppáhaldi hjá Díönu prinsessu.

„Það voru álíka sögusagnir þegar Katrín og Vilhjálmur giftu sig. Þá var einnig sagt að Katrín myndi hafa blómsveig á höfðinu en var svo með Halo-kórónuna og það hafði líklegast alltaf staðið til,“ segir Carol Woolton aðstoðarritstjóri Vogue.

„Ég efast um að hún mæti í Westminster Abbey án þess að hafa kórónu. Þetta er stór stund fyrir sögubækurnar. Það að vera með kórónu sýnir stuðning við krúnuna og allt það sem konungsveldið stendur fyrir, sögu þess og merkingu. Þá eru þau Vilhjálmur næst til að taka við krónunni. Ef þau eru ekki með kórónur á degi sem þessum, þá hvenær?“

Katrín var með Cartier Halo kórónuna þegar hún giftist prinsinum …
Katrín var með Cartier Halo kórónuna þegar hún giftist prinsinum sínum. POOL

Fötin þurfa líka að vera úthugsuð

„Vilhjálmur prins mun sverja hollustueið við föður sinn og þá er viðeigandi að Katrín vandi valið á eigin klæðnaði. Fötin þurfa að endurspegla tryggð hennar við konung og það væri við hæfi að fötin næðu að fanga með einhverjum hætti áhugamál konungs en hann er t.d. mikill náttúruunnandi og garðyrkjumaður. Hún gæti því valið að vera svolítið rómantísk og náttúruleg að yfirbragði eða skreytt blómum á einn eða annan hátt.“ 

Verður kannski mikið um dýrðir

„Ef hún ákveður svo að vera með kórónu þá gætu aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar einnig viljað það. Sophie, Anna, Beatrice, Eugenie, Louise og Zara gætu í raun allar ákveðið að skarta kórónu við tilefnið og þá verður krýningin öll hin glæsilegasta og mikið sjónarspil. Þetta væri í takt við hefðir en gæti stuðað almenning og konungsfjölskyldan vill sýnast alþýðleg og nútímaleg.“

Katrín með Lotus-kórónuna árið 2022.
Katrín með Lotus-kórónuna árið 2022. AFP

Gæti móðgað erlent kóngafólk

„Þá hefur erlendu kóngafólki og þjóðhöfðingjum verið ráðlagt að klæðast dagkjólum og bera hatta frekar en kórónur. Margir eru vonsviknir yfir því en vonast var til þess að nú væri loks komið tækifæri til þess að sjá allar helstu kórónur heims undir einu þaki.“

„Það gæti til dæmis þótt stuðandi fyrir Spánverja að sjá Katrínu með kórónu á sama tíma og Letizia Spánardrottning er látin vera með hatt. Sama á við um Hollendinga og Maximu drottningu.“

Fordæmi fyrir blómum

„Hugmyndin um blómsveig gæti þótt fullhippaleg hugmynd en það eru samt sem áður fordæmi fyrir slíku, að hátt settar konur innan konungsfjölskyldunnar velji að skreyta sig með blómum frekar en gimsteinum. Viktoría drottning bar til dæmis blómakórónu þegar hún giftist Alberti prins árið 1840.“ 

 

Það báru margar konur kórónur við krýningu Elísabetar II.
Það báru margar konur kórónur við krýningu Elísabetar II. AFP
mbl.is