Spá 8% verðbólgu í árslok

Vextir á Íslandi | 24. maí 2023

Spá 8% verðbólgu í árslok

Seðlabanki Íslands spáir því að verðbólga færist úr 9,9% sem hún mælist í dag niður í 8% við árslok. Er það nokkuð hærri verðbólga en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá er því spáð að verðbólga komist undir 4% seint á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri útgáfu ritsins Peningamála sem birt var samhliða því sem peningastefnunefnd upplýsti um ákvörðun sína um að hækka stýrivexti um 1,25 prósentustig í morgun.

Spá 8% verðbólgu í árslok

Vextir á Íslandi | 24. maí 2023

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, ásamt Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra.
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, ásamt Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Seðlabanki Íslands spáir því að verðbólga færist úr 9,9% sem hún mælist í dag niður í 8% við árslok. Er það nokkuð hærri verðbólga en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá er því spáð að verðbólga komist undir 4% seint á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri útgáfu ritsins Peningamála sem birt var samhliða því sem peningastefnunefnd upplýsti um ákvörðun sína um að hækka stýrivexti um 1,25 prósentustig í morgun.

Seðlabanki Íslands spáir því að verðbólga færist úr 9,9% sem hún mælist í dag niður í 8% við árslok. Er það nokkuð hærri verðbólga en áður hafði verið gert ráð fyrir. Þá er því spáð að verðbólga komist undir 4% seint á næsta ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri útgáfu ritsins Peningamála sem birt var samhliða því sem peningastefnunefnd upplýsti um ákvörðun sína um að hækka stýrivexti um 1,25 prósentustig í morgun.

Í febrúarspá sinni gerði Seðlabankinn ráð fyrir að verðbólga yrði 9,5% á fyrsta ársfjórðungi, en væri svo komin niður í 7,7% á öðrum ársfjórðungi (sem nær frá apríl og út júní). Þá taldi bankinn að verðbólgan „verði yfir 5% út þetta ár“, en miðað við verðbólguspána sem birt var í ritinu hefði verðbólgan átt að vera nær 6% í lok árs, en lækka svo nokkuð skarpt og verða að meðaltali 4,2% yfir árið 2024.

Segir í ritinu að þótt hjöðnun alþjóðlegrar verðbólgu vegi á móti sé innlendur verðbólguþrýstingur enn mikill og meiri en gert var ráð fyrir í febrúarspá bankans. „Horfur eru því á að verðbólga verði meiri í ár og á næsta ári en þá var spáð. Þar vegur lakari upphafsstaða í byrjun spátímans þungt en einnig að horfur eru á meiri spennu í þjóðarbúinu í ár þótt hærra gengi krónunnar vegi á móti,“ segir í ritinu.

Spá því að atvinnuleysi taki að aukast

Heildarvinnustundum hélt áfram að fjölga á fyrsta ársfjórðungi eftir mikla fjölgun á síðasta ársfjórðungi síðasta árs. Framboð á vinnuafli hefur einnig aukist og því hefur atvinnuleysi lítið breyst undanfarið ár og er sem fyrr talið nokkru undir því sem talið er samræmast jafnvægi í þjóðarbúinu og verðstöðugleika. Segir bankinn að áfram sé töluverð spenna á vinnumarkaði en að talið sé að hægja muni á fjölgun starfa og að atvinnuleysi taki að aukast þegar líði á spátímann, samhliða því sem spenna í þjóðarbúinu minnkar.

Tekið er fram að talsverð óvissa sé í kringum stöðu efnahagsmála og varað við hættu á því að launa- og gengisbreytingar geti haft áhrif. „Óvenju mikil óvissa hefur verið í alþjóðlegum efnahagsmálum um nokkurt skeið og á því er engin breyting nú. Áföll undanfarinna ára hafa verið mörg og án fordæma: heimsfaraldur og styrjöld í Evrópu leiddu til alvarlegra framboðshnökra og verulegrar hækkunar orku- og hrávöruverðs sem heimsbúskapurinn er enn að bíta úr nálinni með. Alþjóðlegar efnahagshorfur gætu því verið of bjartsýnar. Það sama á við um innlendar verðbólguhorfur enda hefur kjölfesta verðbólguvæntinga laskast og því hætta á auknum áhrifum gengis- og launabreytinga á verðbólgu og að víxlverkun launa og verðlags fari af stað.“

mbl.is