Borgin hvetur borgarbúa til að bæta umgengnina

Sorphirða | 27. júlí 2023

Borgin hvetur borgarbúa til að bæta umgengnina

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að verið sé að vinna í því að vinna upp tafir á tæmingu úrgangs og að borgarbúar þurfi að bæta umgengnina sína við losun úrgangs í grenndargáma. Eins og fram hefur komið í umfjöllun mbl.is þá eru borgarbúar margir hverjir mjög ósáttir, en grenndargámarnir hafa verið stútfullar síðustu daga. 

Borgin hvetur borgarbúa til að bæta umgengnina

Sorphirða | 27. júlí 2023

Rusl við grenndargámana á Óðinsgötu í Miðgborginni.
Rusl við grenndargámana á Óðinsgötu í Miðgborginni. Mynd/Facebook

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að verið sé að vinna í því að vinna upp tafir á tæmingu úrgangs og að borgarbúar þurfi að bæta umgengnina sína við losun úrgangs í grenndargáma. Eins og fram hefur komið í umfjöllun mbl.is þá eru borgarbúar margir hverjir mjög ósáttir, en grenndargámarnir hafa verið stútfullar síðustu daga. 

Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að verið sé að vinna í því að vinna upp tafir á tæmingu úrgangs og að borgarbúar þurfi að bæta umgengnina sína við losun úrgangs í grenndargáma. Eins og fram hefur komið í umfjöllun mbl.is þá eru borgarbúar margir hverjir mjög ósáttir, en grenndargámarnir hafa verið stútfullar síðustu daga. 

Forstjóri Terra hefur fullvissað Reykjavíkurborg og Sorpu um að fyrirtækið muni vinna á tveimur bílum á vöktum næstu daga til að vinna upp tafir við tæmingu á grenndargámum, sem sé viku á eftir áætlun.

Í fréttatilkynningunni kemur meðal annars fram að Terra sé með sorpbíl sem hirði endurvinnsluefni sem skilið hefur verið eftir á grenndarstöðvunum. Fram kemur að hirða á endurvinnsluefnum sé einnig á eftir áætlun.

„Til viðbótar hefur hirða á endurvinnsluefnum hjá heimilum, bláum tunnum fyrir pappír og grænum tunnum fyrir plast, verið á eftir áætlun hjá sorphirðu Reykjavíkur. Nú er verið að vinna á svæðinu frá Laugarnesvegi og Háaleitisbraut austur að Elliðaám. Allir vinnuflokkar vinna við söfnun á pappír og plasti á laugardaginn til að vinna upp tafirnar. Beðist er velvirðingar á þessum töfum.“

Rusl við grenndargáma í Vesturbæ.
Rusl við grenndargáma í Vesturbæ. Mynd/Facebook

Umgengni farið versandi

Borgarbúar eru hvattir til að bæta umgengnina sína í tilkynningunni og segir að umgengni við grenndarstöðvarnar fari töluvert versandi og þar af leiðandi sé kostnaðurinn fyrir borgina að aukast við að hreinsa, en hann nam 52 milljónum króna árið 2021. Stærsti hluti þessara úrgangs eigi ekki erindi á grenndarstöðvarnar.

„Í mörgum tilvikum er um að ræða úrgang sem Sorpa tekur við án endurgjalds. Hér um er að ræða slæma umgengi sem þarf ekki að koma til. Það er því mikilvægt verkefni borgarinnar og íbúa hennar að bæta umgengni í borgarlandinu og draga úr þeim samfélagslega kostnaði sem þarf af hlýst og því lýti sem þetta veldur borginni,“ segir í tilkynningunni.

Athygli er vakin á því í fréttatilkynningunni að nýtt þjónustuútboð hefjist á morgun á þjónustu við grenndargámakerfi höfuðborgarsvæðisins. 

mbl.is