Stærstur hluti sorpsins á röngum stað

Sorphirða | 29. júlí 2023

Stærstur hluti sorpsins á röngum stað

Umgengni við grenndarstöðvar í Reykjavík hefur farið versnandi að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Stærstur hluti sorpsins á röngum stað

Sorphirða | 29. júlí 2023

Rusl við grenndargáma í Vesturbæ.
Rusl við grenndargáma í Vesturbæ.

Umgengni við grenndarstöðvar í Reykjavík hefur farið versnandi að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Umgengni við grenndarstöðvar í Reykjavík hefur farið versnandi að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að stærstur hluti þess úrgangs sem skilinn er eftir við grenndarstöðvarnar eigi ekki erindi þangað, heldur á endurvinnslustöðvar Sorpu.

Slæmri umgengni fylgi aukinn kostnaður við hreinsun og förgun úrgangs.

Skilja eftir heimilissorp við gámana

„Þetta er alls kyns úrgangur sem verið er að skilja eftir fyrir utan gámana. Stundum er þetta almennt heimilissorp. Það hafa komið upp tilfelli þar sem fólk er ekki með sorptunnur heima hjá sér og skilar sorpinu þess vegna þangað, þá veit fólk jafnvel ekki betur.

Oft er þetta líka framkvæmdaúrgangur sem er gjaldskyldur á endurvinnslustöðvum, eða til dæmis húsgögn á borð við sófa sem ekki eru gjaldskyld þar,“ segir Guðmundur B. Friðriksson skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða á Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.

„Það er sóðaskapur af þessu svo við hreinsum þetta auðvitað. Þá heldur fólk áfram að skilja þetta þarna eftir, svo þetta er tvíbent.“

Starfsmenn Reykjavíkurborgar vinna nú upp taf­ir á tæm­ingu sorps við grenndargáma og hjá heimilum, en gámar eru víða yfirfullir.

mbl.is