Ruslið safnast upp og engin svör fást

Umhverfisvitund | 11. ágúst 2023

Ruslið safnast upp og engin svör fást

„Ég er orðin ansi pirruð á því að fá engin svör um hvenær sorpið verður losað úr tunnum, en ég er búin að hringja nokkrum sinnum og það liggja frá mér skilaboð hjá borginni,“ segir Kristín Jónsdóttir, íbúi í Seljahverfi, sem segir að hvorki plast- né pappírstunnurnar hafi verið losaðar í sex vikur.

Ruslið safnast upp og engin svör fást

Umhverfisvitund | 11. ágúst 2023

Kristín segir ekki boðlegt að engin svör berist frá borgaryfirgvöldum …
Kristín segir ekki boðlegt að engin svör berist frá borgaryfirgvöldum um sorphirðuna í hverfinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er orðin ansi pirruð á því að fá engin svör um hvenær sorpið verður losað úr tunnum, en ég er búin að hringja nokkrum sinnum og það liggja frá mér skilaboð hjá borginni,“ segir Kristín Jónsdóttir, íbúi í Seljahverfi, sem segir að hvorki plast- né pappírstunnurnar hafi verið losaðar í sex vikur.

„Ég er orðin ansi pirruð á því að fá engin svör um hvenær sorpið verður losað úr tunnum, en ég er búin að hringja nokkrum sinnum og það liggja frá mér skilaboð hjá borginni,“ segir Kristín Jónsdóttir, íbúi í Seljahverfi, sem segir að hvorki plast- né pappírstunnurnar hafi verið losaðar í sex vikur.

Ekki boðlegt

„Ég er búin að búa erlendis í mörg ár og er mjög vön flokkun og sorphirðu og hef verið mjög jákvæð gagnvart þessu framtaki og fannst alveg kominn tími til að nútímavæða sorpmálin hérlendis.“ Hún segir þó að þetta sé ekki boðlegt, að það fáist engin svör um hvenær tunnur verði tæmdar.

Kristín segir að upplýsingagjöf sé verulega áfátt hjá borginni og ekki nóg að segja að einhverjar óskilgreindar tafir séu á tæmingu. „Á vefnum segir að losa eigi tunnurnar á tveggja vikna fresti en núna eru liðnar sex vikur og engar uppfærðar upplýsingar um hvenær búast megi við að tunnurnar verði tæmdar.“

Hún segir að það sé mikið verið að ræða sama vandamál á Facebook-síðu Seljahverfis, svo víða í hverfinu eru þessar tunnur yfirfullar og fólk kvartar yfir að fá engar upplýsingar. „Á sama tíma heyri ég að tunnurnar séu tæmdar reglulega í Kópavogi, Hafnarfirði og að ég held úti á Seltjarnarnesi.“

Tæma tunnurnar sjálf?

Kristín bjó í Svíþjóð lengi og segir að þar hafi ekki verið sérstakar tunnur fyrir plast og pappa heldur grenndargámar notaðir.

„En fyrst ég er með tunnur hér fyrir þessa flokka finnst mér að ég eigi ekki að þurfa að tæma þær sjálf og keyra í grenndargáminn. Ég hef fullan skilning á byrjunarörðugleikum en mér finnst verulega skorta á upplýsingagjöf um verklagið. Ég hef reynt að hringja í þjónustuver borgarinnar og hef heyrt af öðrum sem hafa einnig haft samband þangað en fá engin svör. Sorphirðan er ekki með neinn símatíma og þjónustuverið getur ekki svarað spurningum eða komið þeim til réttra aðila.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag

mbl.is