Umhverfisvitund

Álið hluti af lausninni í loftslagsmálum

16.5. Íslenskt ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum og íslenskur áliðnaður er í fremstu röð í heiminum hvað umhverfismál varðar. Þetta sagði Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls, á ársfundi samtakanna í morgun. Hann gagnrýndi jafnframt að litlar breytingar væru sjáanlegar á raforkumarkaði. Meira »

Minni umferð en meiri mengun

14.5. Útblástur koltvísýrings frá skipum í Faxaflóahöfnum jókst um 14% milli áránna 2016 og 2017 og útblástur nituroxíðs um 32%, þrátt fyrir að umferð um hafnirnar hafi minnkað um 3% milli ára. Ástæða þessa er að umferð skemmtiferða og gámaskipa, sem eru stærsti mengunarvaldurinn, jókst á tímabilinu. Meira »

Jöklarnir hopa hratt og örugglega

3.5. Verði hlýnun í samræmi við þær sviðsmyndir sem gera ráð fyrir mestri losun gróðurhúsalofttegunda hverfa allir jöklar á Íslandi á næstu öldum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sem kynnt var í dag. Meira »

Einungis lítið brot örplasts frá snyrtivörum

2.5. Einungis 0,1% af því örplasti sem finnst í umhverfinu kemur frá snyrtivörum. Þetta kemur fram í svörum Umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Þá spurði hún einnig hvort áætlanir væru um að koma fyrir örplastsíum í skolphreinsistöðvum hérlendis. Meira »

Kirkjusöfnuðir fái umhverfisvottun

30.4. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur æskilegt að söfnuðir kirkjunnar sækist eftir vottun Umhverfisstofnunar á starfsemi sinni. Meira »

Plokka 4.000 kílómetra á degi jarðar

22.4. Áhugahópurinn Plokk á Íslandi stendur í dag fyrir viðburði á degi jarðar, 22. apríl, þar sem allir ætla að fara út og plokka það sem nemur einum kílómetra. Um 4.500 manns eru í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi og því má ætla að hópurinn muni skila „fjögur þúsund kílómetra hreinum streng til samfélagsins“, að því er segir í tilkynningu. Meira »

Ensím sem étur upp plast

17.4. Vísindamenn telja sig hafa náð að bæta náttúrulegt ensím með þeim hætti að það getur „melt“ – ef svo má segja – hluta þess plastúrgangs sem til fellur í samfélagi manna. Meira »

28% aukning í losun gróðurhúsalofttegunda

16.4. Árið 2016 var losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 4.669 kílótonn af CO2-ígildum, sem er aukning um rúmlega 28% frá árinu 1990 en samdráttur um tæplega 2% frá árinu 2015. Meira »

Plastmagn í sjónum gæti þrefaldast

21.3. Plastmagn í sjónum mun þrefaldast á næsta áratug verði ekkert að gert. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld í Bretlandi. Meira »

Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

19.3. Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Meira »

Hlaða bílana á mesta álagstíma

18.3. Rafbílaeigendur hlaða flestir bíla sína á mesta álagstíma raforkukerfisins. Sé raforkuálaginu hins vegar stýrt getur Orkuveitan vel annað 50.000 rafbílum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaverkefni Kristjáns E. Eyjólfssonar til BS-gráðu í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meira »

Meng­un, morð og leyni­leg affalls­rör

18.3. Árum saman hafa íbúar í nágrenni Barcarena iðnaðarsvæðisins í Pará í Brasilíu kvartað yfir því að álver í eigu Norsk Hydro og aðrar verksmiðjur á svæðinu séu að menga neysluvatn þeirra og valda íbúum niðurgangi og uppköstum. Síðan var framið morð og sem sumir vilja tengja verksmiðjunum. Meira »

WHO kannar áhrif örplasts í vatni

15.3. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hafið skoðun á plastmengun í drykkjarvatni. Við könnun sína mun stofnunin styðjast við nýjar rannsóknir um útbreiðslu svokallaðs örplasts í vatni. Er þetta gert vegna frétta um að örplast sé að finna í mörgum tegundum vatns sem selt er í plastflöskum. Meira »

Umferðin stærsta örplastsuppsprettan

14.3. Stærri fleytikör og öflugari síur eru meðal þeirra lausna sem Veitur eru með til óformlegrar skoðunar varðandi leiðir til að draga úr því að örplast berist til sjávar. Þetta segir Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, í samtali við mbl.is. Meira »

Loftslagsstefna fyrir Stjórnarráðið

6.3. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja 12 milljónir króna af stefnufé árið 2018 til gerðar loftslagsstefnu og aðgerðaáætlunar fyrir Stjórnarráðið. Meira »

Lacoste breytti vörumerki sínu

5.3. Fataframleiðandinn Lacoste skipti út krókódílnum, einkennismerki klæðnaðar síns, fyrir myndir af tíu dýrategundum í útrýmingarhættu. Merkin voru sett á hina þekktu pólóboli fyrirtækisins. Meira »

Hreinsa „menguðustu á heims“

4.3. Maurakláðinn á höndum og fótum hrísgrjónabóndans Yusuf Supriyadi minnir hann daglega á að hann býr við hlið „óhreinustu ár heims“. Hann stólar á vatnið í Citarum-ánni í Indónesíu en í því flýtur sorp, eiturefni og úrgangur frá dýrum. Meira »

Plastlaus gangur í stórmarkaði

3.3. Hollendingar eru líklega þeir fyrstu í heiminum til að opna sérstakan gang í hefðbundnum stórmarkaði þar sem ekkert plast er að finna. Á þessum gangi má finna 700 vörutegundir og er engri þeirra pakkað í plast. Meira »

Einföld ráð til að draga úr plastnotkun

25.2. Langar þig að leggja þín lóð á vogaskálarnar svo draga megi úr pastmengun í umhverfinu, m.a. hafinu? Hér er að finna tíu einföld ráð til að hefja lífsstílsbreytinguna. Meira »

Vilja banna plaströr

23.2. Bresk stjórnvöld ætla að skoða það að banna notkun plaströra til að draga úr mengun af völdum plasts í heimshöfunum.  Meira »

Plast í plastpokum í gráu tunnuna

20.2. Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.   Meira »

Rannsaka örplast í neysluvatni

15.2. Sér­fræðing­ar hjá Matís vinna að því að þróa rann­sókn­araðferð á því hvernig hægt sé að skoða plastagn­ir í neyslu­vatni. „Við erum að prófa okk­ur áfram með þá tækni sem við erum með hér inn­anhúss. Þetta er fyrsta skrefið,“ seg­ir um­hverf­is­efna­fræðing­ur hjá Matís Meira »

Örplast mælanlegt í vatni frá Veitum

9.2. 0,2-0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra af vatni í vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu Veitna í Reykjavík. Jafngildir það því að 1-2 slíkar agnir finnist í hverjum 5 lítrum vatns. Meira »

Plastmengun ógnar kóralrifunum

26.1. Plastmengun er önnur stærsta ógnin sem kóralrif standa frammi fyrir að mati vísindamanna. Stærsta ógnin telst vera hlýnun sjávar. Plasthlutir fundust á þriðjungi kóralrifa í Asíuhluta Kyrrahafsins í nýlegri rannsókn sem BBC greinir frá, en alls fundust um 11 milljarðar plasthluta á rifunum. Meira »

Allar umbúðir verði úr endurvinnanlegu plasti

18.1. Allar plastumbúðir verða gerðar úr endurvinnanlegu plasti fyrir árið 2030 samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins. Þá verður einnig dregið verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Meira »

Olíuflekkirnir frá Sanchi orðnir fjórir

18.1. Olíulekinn frá íranska olíuskipinu Sanchi, sem sökk úti fyrir Sjanghæ, hefur nú dreifst í fjóra stóra olíuflekki sem ná nú yfir um 100 ferkílómetra svæði að sögn kínverskra yfirvalda. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

17.1. Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnunin hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit sitt um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Þörf á hertum aðgerðum gegn plastógninni

1.12. Algjört bann við plastmengun kann að verða samþykkt á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. BBC segir ríki heims nú vera beðin að hugleiða að festa í lög bann við því að plastúrgangur fari í hafið. Meira »

Glerið erfið vara fyrir Endurvinnsluna

26.9. Allar ál- og plastumbúðir sem skilað er til Endurvinnslunnar eru sendar úr landi og endurunnar. Glerflöskur fara þó ekki sömu leið, heldur enda sem fylling á urðunarstöðum. „Persónulega myndum við vilja sjá minna af gleri af því að fyrir okkur er gler erfið vara,“ segir framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Meira »

Verkís og Orkuveitan fá samgönguviðurkenningu

18.9. Verkís og Orkuveita Reykjavíkur hlutu í dag Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2017 og ræður vistvænn ferðamáti starfsmanna og fordæmi fyrirtækjanna í vistvænum rekstri þar mestu um val dómnefndar. Meira »