Umhverfisvitund

Rannsaka örplast í neysluvatni

15.2. Sér­fræðing­ar hjá Matís vinna að því að þróa rann­sókn­araðferð á því hvernig hægt sé að skoða plastagn­ir í neyslu­vatni. „Við erum að prófa okk­ur áfram með þá tækni sem við erum með hér inn­anhúss. Þetta er fyrsta skrefið,“ seg­ir um­hverf­is­efna­fræðing­ur hjá Matís Meira »

Plastmengun ógnar kóralrifunum

26.1. Plastmengun er önnur stærsta ógnin sem kóralrif standa frammi fyrir að mati vísindamanna. Stærsta ógnin telst vera hlýnun sjávar. Plasthlutir fundust á þriðjungi kóralrifa í Asíuhluta Kyrrahafsins í nýlegri rannsókn sem BBC greinir frá, en alls fundust um 11 milljarðar plasthluta á rifunum. Meira »

Olíuflekkirnir frá Sanchi orðnir fjórir

18.1. Olíulekinn frá íranska olíuskipinu Sanchi, sem sökk úti fyrir Sjanghæ, hefur nú dreifst í fjóra stóra olíuflekki sem ná nú yfir um 100 ferkílómetra svæði að sögn kínverskra yfirvalda. Meira »

Þörf á hertum aðgerðum gegn plastógninni

1.12. Algjört bann við plastmengun kann að verða samþykkt á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. BBC segir ríki heims nú vera beðin að hugleiða að festa í lög bann við því að plastúrgangur fari í hafið. Meira »

Verkís og Orkuveitan fá samgönguviðurkenningu

18.9. Verkís og Orkuveita Reykjavíkur hlutu í dag Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2017 og ræður vistvænn ferðamáti starfsmanna og fordæmi fyrirtækjanna í vistvænum rekstri þar mestu um val dómnefndar. Meira »

Mældu sótspor tegundanna í Vínbúðunum

10.9. Eldsneytisbrennsla og loftslagsbreytingar eru þeir mengunarþættir sem vega þyngst við framleiðslu á áfengum drykkjum. Notkun á glerumbúðum undir veigarnar er heldur ekki jákvæð, þó að þyngd flöskunar hafi áhrif þar á. Nýi heimurinn stendur sig þó betur en sá gamli í þessum efnum. Meira »

Skoði hvort örplast sé í vatninu

8.9. Orkuveita Reykjavíkur hefur hug á að láta kanna hvort örplast leynist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar. Greint hefur verið frá að örplast hafi fund­ist í neyslu­vatni í 83% til­vika í stórri rann­sókn sem m.a. náði til ríkja Evr­ópu og Am­er­íku. Meira »

Plastagnir greinast í neysluvatni

7.9. Plastagnir finnast í neysluvatni víða um heim og og neyta milljarðar manna nú vatns sem inniheldur plastagnir, m.a. í Bandaríkjunum og Evrópu. Plastagnir fundust í 83% þeirra vatnsprufa sem voru teknar í efnagreiningar í nýrri alþjóðlegri rannsókn. Meira »

Grænlita Grafarlæk

26.7. Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Tínir og rannsakar rusl í Reykjavík

10.6.2016 „Maður sér hvaða gosdrykkir og sælgæti eru vinsælast á hverjum tíma. Nú er til dæmis kók meira áberandi en Pepsi út af þessum EM-leik sem er í gangi. Þetta sér maður allt í ruslinu,“segir Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og annar eigandi Facebook-síðunnar Rusl í Reykjavík ásamt Atlasi hundinum sínum. Meira »

Allt plast flokkað á Seltjarnarnesi

1.6.2016 Skapaðu framtíðina er tilraunaverkefni á vegum Sorpu og Seltjarnarnesbæjar um söfnun og endurvinnslu á öllum plastumbúðum sem falla til á heimilum í sveitarfélaginu. Íbúar Seltjarnarness taka vel í verkefnið og söfnuðust 33 pokar með plasti eftir fyrstu vikuna. Meira »

Örplast mælanlegt í vatni frá Veitum

9.2. 0,2-0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra af vatni í vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu Veitna í Reykjavík. Jafngildir það því að 1-2 slíkar agnir finnist í hverjum 5 lítrum vatns. Meira »

Allar umbúðir verði úr endurvinnanlegu plasti

18.1. Allar plastumbúðir verða gerðar úr endurvinnanlegu plasti fyrir árið 2030 samkvæmt nýrri áætlun Evrópusambandsins. Þá verður einnig dregið verulega úr notkun einnota plasts og skorður settar við notkun örplasts. Meira »

Tímamót í endurnýtingu úrgangs

17.1. Fyrirtæki sem sem nota endurnýttan úrgang til framleiðslu geta nú flokkað afurðirnar sem vöru í stað úrgangs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Umhverfisstofnun. Þar segir að stofnunin hafi í desember sl. gefið út fyrsta ráðgefandi álit sitt um endurnýtingu úrgangs. Meira »

Glerið erfið vara fyrir Endurvinnsluna

26.9. Allar ál- og plastumbúðir sem skilað er til Endurvinnslunnar eru sendar úr landi og endurunnar. Glerflöskur fara þó ekki sömu leið, heldur enda sem fylling á urðunarstöðum. „Persónulega myndum við vilja sjá minna af gleri af því að fyrir okkur er gler erfið vara,“ segir framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Meira »

„Myndum aldrei kaupa kol í þessu magni“

10.9. Ef þungaiðnaður á Íslandi væri knúinn áfram með kolabrennslu, þá þyrfti landið að kaupa viðlíka magn af kolum og Kólumbía gerir og kostnaðurinn við slíkt myndi nema um 500 milljón dollurum á ári. Reynir Smári Atlason segir Orkustofnun ofmeta sparnað Íslendinga af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Meira »

Örplast í sjávarsalti

9.9. Samkvæmt nýrri rannsókn er plastagnir að finna í sjávarsalti frá Bandaríkjunum, Evrópu og Kína. Sérfræðingar óttast að örplast sé orðið að finna alls staðar í umhverfinu og sé farið að rata inn í fæðukeðjuna með saltneyslu. Meira »

Þarf að skoða örplast í vatni

7.9. Engin rannsókn hefur verið gerð þar sem skoðað er hvort að plastagnir sé að finna í neysluvatni hér á landi. Þetta segir umhverfisefnafræðingur hjá Matís sem telur fulla ástæðu til að skoða málið. Greint var frá því á vef Guardian að örplast fannst í 83% tilvika í neysluvatni í stórri rannsókn. Meira »

4 milljóna sekt við notkun plastpoka

28.8. Bann við sölu, notkun og framleiðslu plastpoka tók gildi í Kenía í dag. Þeir sem gerast sekir um plastpokanotkun eða framleiðslu geta átt yfir höfði sér allt að fjögurra ára fangelsisdóm eða sekt að andvirði rúmra fjögurra milljóna króna. Talið er að Keníabúar noti um 24 milljónir plastpoka á mánuði. Meira »

Jarðarbúar lifa á krít restina af árinu

25.7. Mannkynið mun hafa nýtt allar leyfilegar birgðir sínar af auðlindum jarðar fyrir þetta ár strax í næstu viku. Þetta felur í sér að gengið verður á auðlindir jarðar það sem eftir er af árinu. Yfirdráttardagurinn svonefndi kemur fyrr með hverju árinu sem líður. Meira »

Fjölskyldusport að flokka sorp

2.6.2016 Bryndís Loftsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, segir það hálfgert fjölskyldusport á sínu heimili að flokka sorp. „Við erum alltaf að bæta okkur og höfum afar gaman af þessu.“ Meira »

Endurvinnsla aukin á Seltjarnarnesi

12.5.2016 Starfsfólk á bæjarskrifstofu Seltjarnarness fékk í dag afhenta fyrstu plastpokana fyrir endurvinnanlegar plastumbúðir. Pokarnir, sem eru úr 100% endurunnu plasti, munu vera bornir á hvert heimili á Seltjarnarnesi, ásamt kynningarefni um tilraunaverkefni sem SORPA og Seltjarnarnes standa saman að. Meira »