Umhverfisvitund

Hafsjór af plasti þekur fjörur

23.7. Strönd í Dóminíska lýðveldinu er svo yfirfull af rusli að oftast sést ekki til botns í hinu tæra Karíbahafi.  Meira »

Garðaúðarar hugi að velferð býflugna

20.7. Býflugnaræktendafélag Íslands hefur sent Matvælastofnun ábendingu þar sem áhyggjum af réttarstöðu býflugnabænda og velferð býflugna í tengslum við notkun eiturefna við við eyðingu á skordýrum er lýst. Meira »

Leggja „latteskatt“ á einnota bolla

10.7. Starbucks ætlar að verða fyrsta kaffihúsakeðja Bretlands til þess að taka upp það sem þeir kalla „latteskatt“ á alla einnota bolla á kaffihúsum sínum. Hver einnota bolli mun kosta fimm breska aura og er þetta tilraun kaffirisans til þess að sporna við ofnotkun á bollunum. Meira »

Mega banna plastpoka með lögum

4.7. Umhverfisráðherra Chile hefur blásið til vitundarvakningar þar sem neytendur eru hvattir til að nota margnota poka við innkaup. Meira »

Gefa ferðamönnum fjölnota poka

3.7. Í tilefni af plastpokalausa deginum ætla farfuglaheimilin á Íslandi að gefa gestum sínum fjölnota poka til þess að vekja athygli á mengun af völdum plasts. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á skaðlegum áhrifum plastpoka og sýna fram á að auðvelt sé að sniðganga þá. Meira »

Rusl í tonnatali hreinsað á Hornströndum

25.6. Þrjátíu og sex tóku þátt í átakinu Hreinsum Hornstrandir um helgina og tíndu fleiri tonn af rusli úr fjörunni í Bolungavík. Um fimmtu hreinsunina var að ræða, en Gauti Geirsson segir mun meira rusl hafa safnast í ár en undanfarið. Meira »

Sjófuglar fullir af plasti

23.6. Nýtt myndefni sem BBC hefur aflað sýnir hræðilegar afleiðingar plastmengunar í hafinu á sjófugla. Fuglar á hinni afskekktu eyju Lord Howe eru að svelta og verður fjallað um málið í heimildarþáttunum Drowning in Plastic á BBC One. Meira »

Óttast mesta vatnskort frá upphafi

15.6. Indland stendur nú frammi fyrir versta vatnskorti í sögu landsins, en hugveita á vegum stjórnvalda segir vatnskort nú blasa við 600 milljónum manna í landinu. Varað er viðað 21 borg verði orðin grunnvatnslaus strax árið 2020 og er ástandið aðeins sagt eiga eftir að versna á næstu árum. Meira »

Lögðu hald á 200 kríuegg

12.6. Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af konu sem tíndi kríuegg í kríuvarpi við Óseyrarbrú á laugardag. Konan reyndist hafa tínt 200 egg. Eggin voru haldlögð og málið er nú til rannsóknar. Meira »

Plastlaust Indland 2022

6.6. Forsætisráðherra Indlands hefur tilkynnt að notkun á einnota plasti verði útrýmt í landinu fyrir árið 2022. Loforð Narenda Modi er það metnaðarfyllsta sem gefið hefur verið út í tengslum við plastmengun á heimsvísu. Meira »

50 ríki draga úr plastmengun

5.6. 50 þjóðir hafa nú gripið til aðgerða til að draga úr plastmengun að því er fram kemur í ítarlegri skýrslu sem Sameinuðu þjóðanna. Á Galapagos verður einnota plast bannað, yfirvöld á Sri Lanka ætla að banna frauðplast og í Kína er þess krafist að allir pokar geti brotnað niður í náttúrunni. Meira »

ESB leggur til bann við plastumbúðum

28.5. Evrópusambandið hyggst leggja til bann við notkun á einnota plastvarningi til að stuðla að vernd á lífríkis hafsins. Bannið á m.a. að ná til drykkjarröra, eyrnapinna, plaststauka sem festir hafa verið við blöðrur og plaststauka sem notaðir eru til að hræra í drykkjum. Meira »

Álið hluti af lausninni í loftslagsmálum

16.5. Íslenskt ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum og íslenskur áliðnaður er í fremstu röð í heiminum hvað umhverfismál varðar. Þetta sagði Ragnar Guðmundsson, stjórnarformaður Samáls, á ársfundi samtakanna í morgun. Hann gagnrýndi jafnframt að litlar breytingar væru sjáanlegar á raforkumarkaði. Meira »

Minni umferð en meiri mengun

14.5. Útblástur koltvísýrings frá skipum í Faxaflóahöfnum jókst um 14% milli áránna 2016 og 2017 og útblástur nituroxíðs um 32%, þrátt fyrir að umferð um hafnirnar hafi minnkað um 3% milli ára. Ástæða þessa er að umferð skemmtiferða og gámaskipa, sem eru stærsti mengunarvaldurinn, jókst á tímabilinu. Meira »

Jöklarnir hopa hratt og örugglega

3.5. Verði hlýnun í samræmi við þær sviðsmyndir sem gera ráð fyrir mestri losun gróðurhúsalofttegunda hverfa allir jöklar á Íslandi á næstu öldum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar, sem kynnt var í dag. Meira »

Einungis lítið brot örplasts frá snyrtivörum

2.5. Einungis 0,1% af því örplasti sem finnst í umhverfinu kemur frá snyrtivörum. Þetta kemur fram í svörum Umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Þá spurði hún einnig hvort áætlanir væru um að koma fyrir örplastsíum í skolphreinsistöðvum hérlendis. Meira »

Kirkjusöfnuðir fái umhverfisvottun

30.4. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur æskilegt að söfnuðir kirkjunnar sækist eftir vottun Umhverfisstofnunar á starfsemi sinni. Meira »

Plokka 4.000 kílómetra á degi jarðar

22.4. Áhugahópurinn Plokk á Íslandi stendur í dag fyrir viðburði á degi jarðar, 22. apríl, þar sem allir ætla að fara út og plokka það sem nemur einum kílómetra. Um 4.500 manns eru í Facebook-hópnum Plokk á Íslandi og því má ætla að hópurinn muni skila „fjögur þúsund kílómetra hreinum streng til samfélagsins“, að því er segir í tilkynningu. Meira »

Ensím sem étur upp plast

17.4. Vísindamenn telja sig hafa náð að bæta náttúrulegt ensím með þeim hætti að það getur „melt“ – ef svo má segja – hluta þess plastúrgangs sem til fellur í samfélagi manna. Meira »

28% aukning í losun gróðurhúsalofttegunda

16.4. Árið 2016 var losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi 4.669 kílótonn af CO2-ígildum, sem er aukning um rúmlega 28% frá árinu 1990 en samdráttur um tæplega 2% frá árinu 2015. Meira »

Plastmagn í sjónum gæti þrefaldast

21.3. Plastmagn í sjónum mun þrefaldast á næsta áratug verði ekkert að gert. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld í Bretlandi. Meira »

Ekki fylgst sérstaklega með örplastinu

19.3. Magn plastagna í andrúmslofti er ekki vaktað sérstaklega, né heldur er sérstakt eftirlit haft með plastögnum úr umbúðum. Þetta kom fram í svörum umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Meira »

Hlaða bílana á mesta álagstíma

18.3. Rafbílaeigendur hlaða flestir bíla sína á mesta álagstíma raforkukerfisins. Sé raforkuálaginu hins vegar stýrt getur Orkuveitan vel annað 50.000 rafbílum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaverkefni Kristjáns E. Eyjólfssonar til BS-gráðu í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meira »

Meng­un, morð og leyni­leg affalls­rör

18.3. Árum saman hafa íbúar í nágrenni Barcarena iðnaðarsvæðisins í Pará í Brasilíu kvartað yfir því að álver í eigu Norsk Hydro og aðrar verksmiðjur á svæðinu séu að menga neysluvatn þeirra og valda íbúum niðurgangi og uppköstum. Síðan var framið morð og sem sumir vilja tengja verksmiðjunum. Meira »

WHO kannar áhrif örplasts í vatni

15.3. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hafið skoðun á plastmengun í drykkjarvatni. Við könnun sína mun stofnunin styðjast við nýjar rannsóknir um útbreiðslu svokallaðs örplasts í vatni. Er þetta gert vegna frétta um að örplast sé að finna í mörgum tegundum vatns sem selt er í plastflöskum. Meira »

Umferðin stærsta örplastsuppsprettan

14.3. Stærri fleytikör og öflugari síur eru meðal þeirra lausna sem Veitur eru með til óformlegrar skoðunar varðandi leiðir til að draga úr því að örplast berist til sjávar. Þetta segir Íris Þórarinsdóttir, tæknistjóri fráveitu Veitna, í samtali við mbl.is. Meira »

Loftslagsstefna fyrir Stjórnarráðið

6.3. Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja 12 milljónir króna af stefnufé árið 2018 til gerðar loftslagsstefnu og aðgerðaáætlunar fyrir Stjórnarráðið. Meira »

Lacoste breytti vörumerki sínu

5.3. Fataframleiðandinn Lacoste skipti út krókódílnum, einkennismerki klæðnaðar síns, fyrir myndir af tíu dýrategundum í útrýmingarhættu. Merkin voru sett á hina þekktu pólóboli fyrirtækisins. Meira »

Hreinsa „menguðustu á heims“

4.3. Maurakláðinn á höndum og fótum hrísgrjónabóndans Yusuf Supriyadi minnir hann daglega á að hann býr við hlið „óhreinustu ár heims“. Hann stólar á vatnið í Citarum-ánni í Indónesíu en í því flýtur sorp, eiturefni og úrgangur frá dýrum. Meira »

Plastlaus gangur í stórmarkaði

3.3. Hollendingar eru líklega þeir fyrstu í heiminum til að opna sérstakan gang í hefðbundnum stórmarkaði þar sem ekkert plast er að finna. Á þessum gangi má finna 700 vörutegundir og er engri þeirra pakkað í plast. Meira »