Umhverfisvitund

Ísland með mesta losun á einstakling

7.11. Ísland er það ríki innan ESB og EFTA svæðisins sem var með mesta losun koltvísýrings (CO2) frá hagkerfi á einstakling árið 2016. Er Ísland nú komið á topp listans eftir að hafa verið í 3-4 sæti frá 2008, en losun hefur m.a. aukist vegna aukins flugreksturs. Meira »

Ráðherrabílar verða rafvæddir

6.11. Ákveðið hefur verið að rafvæða allar ráðherrabifreiðar, samkvæmt tillögu forsætisráðherra sem var samþykkt í ríkisstjórn í morgun. Meira »

Fékk tillögurnar í plastvasa

1.11. „Vasinn fer að sjálfsögðu beint í endurnotkun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Hann fékk í dag afhentar tillögur samráðsvettvangs í plastmálefnum að aðgerðaáætlun. Meira »

Fólk skilji bílinn eftir heima

1.11. Búist er við að styrkur köfnunarefnisdíoxíðs verði töluverður í borginni á morgun. Besta ráðið til að draga úr mengun er að hreyfa ekki bílinn. Meira »

Skylduð í samræmda flokkun

1.11. Banna á örplast í snyrtivörum og einnota plast frá 1. janúar 2020, tryggja vöktunarkerfi með plasti í hafi og skylda sveitarfélög í samræmda flokkun á úrgangi. Þetta er meðal tillagna að aðgerðaáætlun sem samráðsvettvangur í plastmálefnum afhenti umhverfisráðherra í dag. Meira »

ESB styður bann við einnota plasti

31.10. Ríki Evrópusambandsins lýstu í dag yfir stuðningi við banni á notkun einnota plasts. AFP-fréttastofan segir að samþykkti aðildarríkjanna 28 færa ESB skrefinu nær að banna notkun á efninu, sem svo mikinn hluta mengunar sjávar má rekja til. Meira »

Íslendingar hlynntir plastpokabanni

29.10. Meirihluti Íslendinga er hlynntur banni á einnota plastpokum, en tæpt 41% svarenda kvaðst mjög hlynnt og tæpt 21% kvaðst frekar hlynnt banni í könnun MMR sem framkvæmd var í ágúst. Meira »

Formlegt grænt skref tekið á Alþingi

26.10. Alþingi hefur formlega tekið fyrsta græna skref Umhverfisstofnunar. Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, tók við viðurkenningu fyrir hönd Alþingis vegna þess í dag. Meira »

Ítalir hjóla og fá bjór fyrir

24.10. Íbúum ítölsku borgarinnar Bologna býðst nú að safna stigum fyrir að skilja bílinn eftir heima og nota umhverfisvænni ferðamáta. Stigin geta íbúarnir svo notað til þess að kaupa bjór, ís eða fara í bíó. Meira »

Flutningur á grænmeti kolefnisjafnaður

19.10. Sölufélag garðyrkjumanna og Kolviður hafa undirritað samning sem felur í sér að flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu. Meira »

Allt of hægt gengið að friðlýsa

16.10. Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að allt of hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Kópavogur móti stefnu í loftslagsmálum

11.10. Píratar í Kópavogi lögðu á bæjarráðsfundi í morgun fram tillögu þess efnis að Kópavogsbær móti sér stefnu í loftslagsmálum.  Meira »

Hálfrar aldar gömul plastflaska eins og ný

9.10. Plastflösku, sem er að minnsta kosti 47 ára gömul, skolaði á land á strönd í Bretlandi. Hún var enn svo vel farin að lesa mátti á umbúðirnar. Fundurinn er umhugsunarverður þar sem plastrusl í hafinu er nú gríðarlegt. Meira »

Rúm 23 tonn af rusli á vellinum

6.9. „Kadeco hefur látið hreinsa Patterson-flugvöll undanfarin ár. Ruslið hefur safnast gríðarlega hratt upp undanfarna mánuði og þetta er það langmesta sem við höfum séð. Ég er ótrúlega hissa á þessu magni,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Kadeco. Meira »

Hundrað myndir safnast í #betraloftslag

5.9. Nú stendur yfir ljósmyndasamkeppnin #betraloftslag en henni lýkur 8. september, á degi Loftslagsgöngunnar.  Meira »

Plastlaus september ekki alveg plastlaus

31.8. „Allir finna hvað hentar þeim. Það er vegferð að fara af stað í þetta, það er hægt að taka eitt skref til að byrja með og finna svo leiðir til þess að taka fleiri,“ segir Jóhanna Gísladóttir, formaður átaksins Plastlauss september sem hrundið verður af stað í annað sinn á morgun. „Það er áskorun að hugsa út fyrir kassann.“ Meira »

Verð losunarheimilda í sögulegu hámarki

29.8. Áætla má að heildarlosun af flugi til og frá Íslandi sé um helmingi meiri, en sá hluti sem fellur undir kerfi EES og ESB. Öll stóru íslensku flugfélögin þurfa að kaupa losunarheimildir fyrir flug sitt og er verð á losunarheimildum nú í sögulegu hámarki. Meira »

Losun frá flugi jókst um 13,2% milli ára

28.8. Losun frá flugi til og frá Íslandi jókst um 13,2% milli áranna 2016 og 2017 og var sú losun í flugi sem fellur undir kerfið 813.745 tonn koltvísiríngsígilda, að því er fram kemur í frétt á vef Umhverfisstofnunar. Heildarlosun er þó enn hærri því tölurnar taka ekki til Ameríkuflugs. Meira »

Hafsjór af plasti þekur fjörur

23.7. Strönd í Dóminíska lýðveldinu er svo yfirfull af rusli að oftast sést ekki til botns í hinu tæra Karíbahafi.  Meira »

Garðaúðarar hugi að velferð býflugna

20.7. Býflugnaræktendafélag Íslands hefur sent Matvælastofnun ábendingu þar sem áhyggjum af réttarstöðu býflugnabænda og velferð býflugna í tengslum við notkun eiturefna við við eyðingu á skordýrum er lýst. Meira »

Leggja „latteskatt“ á einnota bolla

10.7. Starbucks ætlar að verða fyrsta kaffihúsakeðja Bretlands til þess að taka upp það sem þeir kalla „latteskatt“ á alla einnota bolla á kaffihúsum sínum. Hver einnota bolli mun kosta fimm breska aura og er þetta tilraun kaffirisans til þess að sporna við ofnotkun á bollunum. Meira »

Mega banna plastpoka með lögum

4.7. Umhverfisráðherra Chile hefur blásið til vitundarvakningar þar sem neytendur eru hvattir til að nota margnota poka við innkaup. Meira »

Gefa ferðamönnum fjölnota poka

3.7. Í tilefni af plastpokalausa deginum ætla farfuglaheimilin á Íslandi að gefa gestum sínum fjölnota poka til þess að vekja athygli á mengun af völdum plasts. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á skaðlegum áhrifum plastpoka og sýna fram á að auðvelt sé að sniðganga þá. Meira »

Rusl í tonnatali hreinsað á Hornströndum

25.6. Þrjátíu og sex tóku þátt í átakinu Hreinsum Hornstrandir um helgina og tíndu fleiri tonn af rusli úr fjörunni í Bolungavík. Um fimmtu hreinsunina var að ræða, en Gauti Geirsson segir mun meira rusl hafa safnast í ár en undanfarið. Meira »

Sjófuglar fullir af plasti

23.6. Nýtt myndefni sem BBC hefur aflað sýnir hræðilegar afleiðingar plastmengunar í hafinu á sjófugla. Fuglar á hinni afskekktu eyju Lord Howe eru að svelta og verður fjallað um málið í heimildarþáttunum Drowning in Plastic á BBC One. Meira »

Óttast mesta vatnskort frá upphafi

15.6. Indland stendur nú frammi fyrir versta vatnskorti í sögu landsins, en hugveita á vegum stjórnvalda segir vatnskort nú blasa við 600 milljónum manna í landinu. Varað er viðað 21 borg verði orðin grunnvatnslaus strax árið 2020 og er ástandið aðeins sagt eiga eftir að versna á næstu árum. Meira »

Lögðu hald á 200 kríuegg

12.6. Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af konu sem tíndi kríuegg í kríuvarpi við Óseyrarbrú á laugardag. Konan reyndist hafa tínt 200 egg. Eggin voru haldlögð og málið er nú til rannsóknar. Meira »

Plastlaust Indland 2022

6.6. Forsætisráðherra Indlands hefur tilkynnt að notkun á einnota plasti verði útrýmt í landinu fyrir árið 2022. Loforð Narenda Modi er það metnaðarfyllsta sem gefið hefur verið út í tengslum við plastmengun á heimsvísu. Meira »

50 ríki draga úr plastmengun

5.6. 50 þjóðir hafa nú gripið til aðgerða til að draga úr plastmengun að því er fram kemur í ítarlegri skýrslu sem Sameinuðu þjóðanna. Á Galapagos verður einnota plast bannað, yfirvöld á Sri Lanka ætla að banna frauðplast og í Kína er þess krafist að allir pokar geti brotnað niður í náttúrunni. Meira »

ESB leggur til bann við plastumbúðum

28.5. Evrópusambandið hyggst leggja til bann við notkun á einnota plastvarningi til að stuðla að vernd á lífríkis hafsins. Bannið á m.a. að ná til drykkjarröra, eyrnapinna, plaststauka sem festir hafa verið við blöðrur og plaststauka sem notaðir eru til að hræra í drykkjum. Meira »