Umhverfisvitund

Stubbar algengasta rusl veraldar

18.3. Einnota sogrör og plastpokar eru langt frá því eina uppspretta plastmengunar í heiminum og nú hefur kastljósinu verið beint að sígarettustubbum, nánar tiltekið síunum (e. filters) sem á þeim eru. Síurnar innihalda plast og eru algengasta rusl veraldar. Þær eru t.d. sá einstaki hlutur sem oftast finnst í hreinsunum á ströndum og á götum í þéttbýli. Meira »

Fjörutíu kíló af plasti í hvalsmaga

18.3. Dauður hvalur, sem rak að ströndum Filippseyja, var með fjörutíu kíló af plasti í maga sínum. Það voru starfsmenn D'Bone-safnsins sem fundu hræ skugganefjunnar í fjöru austur af borginni Davao. Meira »

Mótmælendur krefjast aðgerða

15.3. Lofts­lags­verk­fall stúd­enta á Austurvelli hófst á hádegi í dag. Þetta er í þriðja skipti sem stúdentar efna til mótmæla fyrir loftslagið á skömmum tíma. Stúd­ent­ar og fram­halds­skóla­nemar mót­mæla aðgerðal­eysi í lofts­lags­mál­um. Meira »

„Ósjálfbær neysla hefur farið úr böndunum“

14.3. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag Umhverfisþing Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Neysla, sóun, náttúruvernd og barátta gegn plastmengun var meðal þess sem ráherra lagði áherslu á. Meira »

25% ótímabærra dauðsfalla vegna mengunar

13.3. Fjórðung allra ótímabærra dauðsfalla og sjúkdóma um heim allan má rekja til mengunar af mannavöldum og þess skaða sem jörðin hefur orðið fyrir. Þetta eru niðurstöður svartrar skýrslu sem kynnt var í dag á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í Naíróbí í Kenýa. Meira »

Breyta þarf hagkerfum heimsins

12.3. Á hverju ári eru framleidd yfir 300 milljón tonn af plasti og í hafinu fljóta nú að minnsta kosti fimm billjón (milljón milljónir) plasthluta, að mati vísindamanna. Meira »

Drógu úr matarsóun um meira en helming

12.3. Hátt í 300 tonn af pappa sparast árlega hjá Krónunni með þeim skrefum sem fyrirtækið hefur stigið með umhverfisstefnu sinni. Þetta kemur fram í samantekt fyrirtækisins um árangur í umhverfismálum. Einnig hefur náðst að draga úr matarsóun um meira en helming og auka orkupsparna um 25–50%. Meira »

Nýjasta æðið gagnast náttúrunni

12.3. Um síðustu helgi fékk áskorun ein í netheimum byr undir báða vængi, svo mikinn að fólk víða um heim flykktist út úr húsum sínum til að taka þátt. Og svo vill til að hún er til bóta fyrir umhverfið. Meira »

2.700 vatnslítrar í einn stuttermabol

24.2. Fataframleiðsla er ein helsta uppspretta mengunar í heiminum. Angar hennar hafa heilsuspillandi áhrif á menn og neikvæðar afleiðingar á lífríkið. Efni í fötum sem seld eru í tískuverslunum geta valdið dýrum skaða og jafnvel drepið þau. Og hér er ekki verið að tala um loðdýrafeldi. Meira »

Banna sólarvarnir sem skemma rifin

11.2. Sóldýrkendur á Florida Keys-eyjaklasanum munu innan skamms ekki geta nálgast nokkrar vinsælar tegundir sólarvarna.  Meira »

Hár styrkur köfnunarefnisdíoxíðs

4.2. Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Hefur styrkur köfnunarefnisdíoxíðs raunar verið hár undanfarna daga að því er segir í fréttatilkynningu Umhverfisstofnunar. Meira »

Loftslagsmálin vinsælt fréttaefni

18.1. Fréttum um umhverfismál hefur fjölgað um tæp 80% á fimm árum og 56% aukning hefur orðið á fréttum um plast á síðustu þremur árum. Þetta kom fram í ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, á umhverfisráðstefnu Gallup í morgun. Meira »

Meira plast í kvenfuglum en karlfuglum

14.1. Plast fannst í yfir 70% fýla og í 40-55% af kræklingi samkvæmt rannsóknum sem Umhverfisstofnun lét gera á síðasta ári. Athygli vekur að marktækt meira plast var í kvenfuglum og að ekki reyndist marktækur munur á magni plastagna í mælingastöðvum í nágrenni höfuðborgarinnar og vestur á fjörðum. Meira »

Hlýnun sjávar 40% meiri en talið var

10.1. Vísindamenn vara nú við því að höf jarðar hlýni hraðar en áður var talið. Í nýrri rannsókn sem birt var í vísindatímaritinu Science í dag kemur fram að höf jarðar hlýni 40% hraðar en loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna taldi fyrir fimm árum. Meira »

Hænsnahaldið bæði gaman og alvara

26.12. Hænurnar Toppa, Snæfríður, Skotta og Jóga sjá um að endurvinna lífrænan úrgang hjá flugfjarskiptastöð Isavia í Grafarvoginum. Svo er líka oftast slegist um eggin, segir Hallgrímur Sigurðsson deildarstjóri flugfjarskipta og kveður hænsnahaldið vera bæði gaman og alvöru. Meira »

„Loftslagsskógur“ á Mosfellsheiði

21.12. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að hefja viðræður við sjóðinn Kolvið, Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Skógræktarfélag Reykjavíkur, um að búa til „loftslagsskóg“ á Mosfellsheiði. Meira »

Sorpvísitalan líklega aldrei hærri

21.12. Heildarmagn úrgangs sem borist hefur SORPU bs. í ár er talsvert meira heldur en í fyrra og hefur sorpvísitalan trúlega aldrei verið hærri. Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri SORPU bs., segir þessa þróun til vitnis um uppsveiflu í samfélaginu. Árin 2008 og 2017 voru svipuð í heildarmagni. Meira »

Regluverk Parísarsamningsins samþykkt

15.12. Samkomulag náðist í kvöld eftir maraþonviðræður um næstu skref í baráttunni gegn hlýnun jarðar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi. AFP segir samkomulagið þó fara fjarri því að mæta þeim stöðlum sem þyrfti að ná ætti að taka að forða viðkvæmustu ríkjunum fyrir áhrifum hlýnunar jarðar. Meira »

Stöðuvötn Himalaja tifandi tímasprengja

15.12. Kolefnisfótspor Nepal er agnarsmátt í samanburði við nágrannaríkin Kína og Indland, sem eru í hópi þeirra þjóða sem menga hvað mest. Íbúum Nepal stafar engu að síður hætta af bráðnandi jöklum Himalaja og segja yfirvöld þá þungu byrði vera óverðskuldaða. Meira »

„Munum missa Grænland“

13.12. Grænlandsjökull mun hverfa, jafnvel þó að það takist að takmarka losun koltvísýrings og markmiðum Parísarsamningsins verði náð. Eina spurning er bara hversu hratt jökullinn mun bráðna. Danska ríkisútvarpið DR fjallar um nýja rannsókn Jason Box, sérfræðings í jöklarannsóknum. Meira »

Jafngildir sjálfsvígshvöt að bregðast ekki við

13.12. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði í dag samningamenn á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Póllandi við að það jafngilti sjálfsvígshvöt fyrir plánetuna takist þeim ekki að fallast á auknar aðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Meira »

Hjartað að hverfa vegna bráðnunar

12.12. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði í dag loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd. Hann þakkaði IPCC fyrir skýrslu sína um loftslagsmál og lagði áherslu á að Ísland áliti hana mikilvægt leiðarljós í verkefninu sem fram undan væri. Meira »

Auglýsa kol á loftslagsráðstefnunni

10.12. Forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda mættu í dag á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi til að hvetja til aukinnar notkunar kola og annars jarðefnaeldsneytis. Segir BBC 415 fjárfesta sem annist billjarða dollara fjárfestingar hvetja á sama tíma til að hætt verði að nota kol sem orkugjafa. Meira »

Tekið á loftslagsvanda með timburhúsum

10.12. Vegna mikillar koltvísýringslosunar sem hlýst af notkun stáls og steinsteypu verða hönnuðir bygginga að snúa sér að því að hanna byggingar úr timbri, sem er auðveld og árangursrík loftslagsaðgerð. Meira »

Æskan situr uppi með afleiðingarnar

6.12. „Það sem vekur sérstaka athygli mína og veitir mér von eftir því sem maður talar við fleiri er að þetta eru alltaf sömu meginatriðin sem við erum að eiga við, jafnvel þó þetta séu mjög ólík heimssvæði,“ segir Pétur Halldórsson formaður Ungra umhverfissinna sem er á loftslagsráðstefnunni í Póllandi Meira »

Gæta hagsmuna Íslands í Katowice

5.12. Mikil bjartsýni ríkti þegar Parísarsamkomulagið var undirritað 2015. Nokkuð hefur dofnað yfir ákafanum síðan. Helga Barðadótt­ir, einn fulltrúa Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem nú er haldin í Póllandi, segir ráðstefnugesti þó sammála um mikilvægi þess að samningar takist. Meira »

Myndbandið rakinn atvinnurógur

5.12. „Þetta myndband er rakinn atvinnurógur og ekkert annað,“ segir Björn Halldórsson framkvæmdastjóri Sorpu um myndband Íslenska gámafélagsins „Bönn­um plastið!“ Sorpa hafi engan hag af því að plastpokar verði ekki bannaðir, en slíkar ákvarðanir verði að byggja á málefnalegum grunni. Meira »

15 ára segir leiðtoga heims minna á börn

4.12. Greta Thunberg er 15 ára sænskur nemandi sem hefur frá því í ágúst farið reglulega í verkfall frá skólanum til að mótmæla loftslagsbreytingum við sænska þinghúsið. 20.000 nemendur víða um heim hafa undanfarnar vikur og mánuði fylgt fordæmi hennar. Meira »

Skjóta fast á Sorpu vegna plastpoka

4.12. Íslenska gámafélagið skýtur föstum skotum að keppinautnnum Sorpu í myndbandi sem það birti á facebooksíðu sinni í gær vegna gagnrýni þess síðarnefna á tillögur um bann við notkun einnota plastpoka. Fróðlegt sé að mati Gámafélagsins að sjá hver það er sem vilji vernda plastið. Meira »

„Þurfum að gera miklu meira“

2.12. „Áhrifin af völdum loftslagsbreytinga hafa aldrei verið meiri,“ sagði Patricia Espinosa, framkvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna eftir fyrstu samningalotuna á stórri loftslagsráðstefnu í Póllandi. Meira »