Listi: Ríflega 80 fulltrúar Íslands fara á COP28

Umhverfisvitund | 30. nóvember 2023

Listi: Ríflega 80 fulltrúar Íslands fara á COP28

Ríflega áttatíu fulltrúar fara frá Íslandi til Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að ræða loftslagsmálefni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28.

Listi: Ríflega 80 fulltrúar Íslands fara á COP28

Umhverfisvitund | 30. nóvember 2023

Ríflega 80 fulltrúar eru skráðir á COP28 frá Íslandi.
Ríflega 80 fulltrúar eru skráðir á COP28 frá Íslandi. Samsett mynd

Ríflega áttatíu fulltrúar fara frá Íslandi til Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að ræða loftslagsmálefni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28.

Ríflega áttatíu fulltrúar fara frá Íslandi til Sameinuðu arabísku furstadæmanna til að ræða loftslagsmálefni á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna COP28.

Ráðstefnan hófst fyrr í dag og eru 84 þátttakendur frá Íslandi skráðir á ráðstefnuna eða taka þátt í hliðarviðburðum tengdum henni.

Skipa hópinn ráðherrar, þingmenn og fulltrúar í sendinefnd, fulltrúar á vegum Reykjavíkurborgar, félagasamtaka og átján fyrirtækja á sviði loftslagsmála.

Tekið skal fram að opið er fyrir skráningu á COP28 á meðan fundurinn stendur yfir svo fjöldi íslenskra fulltrúa gæti tekið breytingum.

Þetta kemur fram í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.

Fjórtán í opinberri sendinefnd

Tólf manns eru í opinberri sendinefnd Íslands. Af þeim eru sex fulltrúar frá ráðuneytinu, tveir fulltrúar frá Umhverfisstofnun, auk fulltrúa frá Landssamtökum ungmennafélaga.

Fimm fulltrúar sækja fundina alla dagana en stærstur hluti sendinefndarinnar tekur aðeins þátt í hluta ráðstefnunnar. Þá sækja einnig fundinn sérfræðingar frá Orkustofnun og Veðurstofu Íslands.  

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, taka einnig þátt í ráðstefnunni. Katrín fer á leiðtogafundi sem haldinn verður í upphafi ráðstefnunnar og Guðlaugur Þór tekur þátt í fundum og hliðarviðburðum á ráðstefnunni, auk tvíhliða funda með ríkjum og alþjóðastofnunum.

Rúmlega 0,02% þjóðarinnar

Umhverfis-, orku- og loftslagráðuneytið greiðir kostnað vegna þátttöku fulltrúa ráðuneytisins í sendinefndinni, auk þess að styrkja fulltrúa ungmenna til þátttöku á fundinum.

Fara því alls 84 fulltrúar frá Íslandi á ráðstefnuna. Þess má geta að það eru rúmlega 0,02% íslensku þjóðarinnar. Ef aðrar þjóðir sendu svipað hlutfall fullrúa færu til að mynda um 1.150 frá Noregi og um 71.190 frá Bandaríkjunum.

Hér fylgir listi yfir fulltrúa Íslands:

mbl.is