Nærsamfélög hafi endanlegt ákvörðunarvald

Umhverfisvitund | 13. desember 2023

Nærsamfélög hafi endanlegt ákvörðunarvald

Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorka byggist upp innan marka þeirra. Einnig þarf að tryggja sérstakan ávinning þeirra af hagnýtingu vindorku. 

Nærsamfélög hafi endanlegt ákvörðunarvald

Umhverfisvitund | 13. desember 2023

Hilmar Gunnlaugsson, formaður starfshópsins.
Hilmar Gunnlaugsson, formaður starfshópsins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorka byggist upp innan marka þeirra. Einnig þarf að tryggja sérstakan ávinning þeirra af hagnýtingu vindorku. 

Nærsamfélög ættu að hafa endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorka byggist upp innan marka þeirra. Einnig þarf að tryggja sérstakan ávinning þeirra af hagnýtingu vindorku. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tillögum starfshóps um vindorku sem voru kynntar í dag.

Vindorka áfram innan rammaáætlunar

Starfshópurinn telur jafnframt að vindorkan eigi áfram heima innan rammaáætlunar, en að það eigi að vera hægt að taka ákveðna virkjanakosti út fyrir rammaáætlun, að því er kemur fram í tilkynningu.

Þetta verði hægt ef sérstök skilyrði í þágu orkuskipta og kolefnishlutleysis Íslands séu til staðar. Ákvörðunarvaldið um uppbyggingu þeirra liggi hjá hlutaðeigandi sveitarfélagi og öðrum stjórnvöldum.

Guðlaugur Þór Þórðarson á fundinum í dag þar sem tillögurnar …
Guðlaugur Þór Þórðarson á fundinum í dag þar sem tillögurnar voru kynntar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði í júlí í fyrra þriggja manna starfshóp sem fékk það hlutverk að skoða og gera tillögur til ráðherra um drög að lögum og reglugerð um vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera til framleiðslu á grænni orku, jafnframt því að tekið verði tillit til sjónrænna áhrifa, dýralífs og náttúru.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að sérlög verði sett um nýtingu vindorku með það að markmiði að einfalda uppbyggingu vindorkuvera.

Björt Ólafsdóttir og Hilmar Gunnlaugsson voru í starfshópnum.
Björt Ólafsdóttir og Hilmar Gunnlaugsson voru í starfshópnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hluti af tillögum starfshópsins:

  • Sett verði opinber stefna í formi þingsályktunartillögu um hagnýtingu vindorku.
  • Vindorka verði áfram innan rammaáætlunar svo tryggja megi samræmda og faglega meðferð og yfirsýn allra vindorkukosta og betri sátt um málefni vindorkunnar.
  • Svæði innan miðhálendislínu verði alfarið vernduð fyrir uppbyggingu vindorku, auk tiltekinna annarra viðkvæmra svæða.
  • Vindorka byggist frekar upp á svæðum sem þegar eru röskuð vegna mannlegra athafna.
  • Nærsamfélög fái endanlegt ákvörðunarvald um hvort vindorka byggist upp innan marka þeirra.
  • Tryggður verði sérstakur ávinningur nærsamfélaga af hagnýtingu vindorku.
Tryggja þarf sérstakan ávinning sveitarfélaga af hagnýtingu vindorku, að mati …
Tryggja þarf sérstakan ávinning sveitarfélaga af hagnýtingu vindorku, að mati starfshópsins. Ljósmynd/Landsvirkjun

Tillögurnar uppfylla skilyrðin

„Það er öllum ljóst að okkur liggur á að framleiða græna orku. Til þess að svo megi verða þá verðum við að einfalda regluverk án þess að gefa afslátt af þeim kröfum sem við viljum gera. Þessar tillögur eru afrakstur mikillar vinnu, mikils samráðs og uppfylla þau skilyrði sem hópnum voru sett. Mikilvægt er að almenningur og hagaðilar kynni sér tillögur hópsins og að við tökum málefnalega og vel upplýsta umræðu um þessi mikilvægu mál, “ segir Guðlaugur Þór í tilkynningunni.

mbl.is