Stórbætt aðstaða fyrir flokkunina

Umhverfisvitund | 20. október 2023

Stórbætt aðstaða fyrir flokkunina

„Kröfur almennings hafa breyst. Þarna verður betri aðstaða og fólki gefst meiri tími til að flokka,“ segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu.

Stórbætt aðstaða fyrir flokkunina

Umhverfisvitund | 20. október 2023

Í nýrri móttökumiðstöð getur fólk skilað af sér flokkuðum úrgangi …
Í nýrri móttökumiðstöð getur fólk skilað af sér flokkuðum úrgangi á yfirbyggðu svæði. Ljósmynd/Aðsend

„Kröfur almennings hafa breyst. Þarna verður betri aðstaða og fólki gefst meiri tími til að flokka,“ segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu.

„Kröfur almennings hafa breyst. Þarna verður betri aðstaða og fólki gefst meiri tími til að flokka,“ segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu.

Ný móttökustöð Sorpu verður opnuð í lok árs 2024 við Lambhagaveg 14 gangi áætlanir Sorpu eftir. Stöðin verður skammt frá stórverslun Bauhaus og mun þjóna íbúum í stórum hverfum á borð við Grafarholt, Grafarvog og Úlfarsárdal. Hún kemur í stað stöðvarinnar við Sævarhöfða sem verður lokað vegna uppbyggingar á því svæði.

Ljósmynd/Aðsend

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum verður þessi nýja móttökustöð mun þægilegri í notkun en þær sem fólk á nú að venjast. Hún er byggð í hring og yfirbyggð að hluta. Þannig verður mun betra umferðarflæði um stöðina og skjól verður til að skila af sér úrgangi. Ekki verður vanþörf á nú þegar ríkari kröfur eru gerðar til almennings um flokkun og endurvinnslu en verið hefur.

Ljósmynd/Aðsend

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is