Pappír í endurvinnslu erlendis

Umhverfisvitund | 16. ágúst 2023

Pappír í endurvinnslu erlendis

Allur blandaður pappír sem Íslenska gámafélagið (ÍG) safnar, þar á meðal fernur, fer í endurvinnslu.

Pappír í endurvinnslu erlendis

Umhverfisvitund | 16. ágúst 2023

Hráefnið úr endurvinnslunni er allt selt til mismunandi pappírsframleiðenda sem …
Hráefnið úr endurvinnslunni er allt selt til mismunandi pappírsframleiðenda sem vinna hráefnið áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allur blandaður pappír sem Íslenska gámafélagið (ÍG) safnar, þar á meðal fernur, fer í endurvinnslu.

Allur blandaður pappír sem Íslenska gámafélagið (ÍG) safnar, þar á meðal fernur, fer í endurvinnslu.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í gær. Þar segir að móttökuaðilar hafi staðfest að pappírinn sem þeir fái fari í endurvinnsluferli. Hráefnið úr endurvinnslunni sé allt selt til mismunandi pappírsframleiðenda sem vinna hráefnið áfram.

Haft er eftir Jóni Þóri Frantzsyni, forstjóra Íslenska gámafélagsins, að gott sé að fá þessa fullvissu og nauðsynlegt að geta staðfest að rétt sé staðið að málum. Gámafélagið beri fullt traust til Úrvinnslusjóðs til að fylgja þessum málum eftir. Hvetur Jón Þórir almenning til að slá hvergi af við endurvinnslu.

Nauðsynlegt að skola þær

Allur blandaður pappír sem móttökuaðilar taka við frá félaginu fer í gerð pappírsmauks sem svo verður að endurunnum pappír hjá pappírsframleiðendunum. Hrat sem til verður í endurvinnsluferlinu er svo notað til að framleiða orku sem nýtist í verkferlum pappírsverksmiðjanna, segir í tilkynningu ÍG.

Með fylgdi skýrsla félagsins þar sem fram kemur að skola þurfi fernurnar vel, til að þær nýtist til endurvinnslu. Óhreinar fernur séu ekki hæfar til endurvinnslu, þar sem hætta er á að þær mengi annað hráefni í tunnunum.

mbl.is